Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.08.1913, Qupperneq 58

Skírnir - 01.08.1913, Qupperneq 58
250 Nútíma hugmyndir um barnseðlið. Jiefir borið, að menn hafa reynt að nema tungumál með því að læra orðin í heilli orðabók. Slíkt er auðvitað á einskis manns færi, af því að orðin eru þar sundurlaus; skilningur og eftirtekt komast ekki að, minninu til aðstoð- ar. Hinsvegar læra jafnvel tornæmir menn útlend mál furðu fljótt er þeir heyra þau töluð kringum sig og við sig; þá ráða þeir í, hvað orðin þýða eftir athöfnum og lát- hragði þeirra sem tala. Svo miklu munar á þessum tveim- ur aðferðum, að minnið geymir tuttugu og fimm sinnum betur skiljanlegar og sambandshæfar nýungar, heldur en þær sem eru einangraðar og óskildar í huganum. Nú vill svo til að menn verða oft að muna þau at- riði sem eru þess eðlis, að þau geta varla myndað nein eðlileg hugsanasambönd, og sækja á að gleymast, t. d. for- múlur í stærðfræðilegum vísindum, tímabila- og steingerv- inga-heiti í jarðfræði, mörg ártöl, jafnvel dagafjöldinn í mánuðunum o. s. frv. Náttúrlega má lemja þessi dauðu ntriði inn í meðvitundina með lurk endurtekninganna; en það er leiðinlegt, dýrt, erfitt og flestir vilja forðast það. Þessvegna reyna námsmenn oft óafvitandi að laga sig eft- ir sálarlögunum og finna bönd á þessar þverbrotnu og hverfulu endurminningar. En þau bönd eru langsóttar líkingar, hverskonar rím, eins og mánaðarþulan alkunna, smásögur, gamanyrði eða andstæður þess sem muna þarf. Smátt og smátt vex á okkar dögum reynslufengin þekking á minninu: hvenær menn eru næmastir, hvernig athuganir glöggva minnið, hvenær hægast er að nema, hvíldin sem þarf til að endurminning falli í skorður, mun- ur þess að læra í brotum eða heildum, nauðsyn þess að skilja viðfangsefnin og fá áhrifin eftir mismunandi vegum. Vonandi fjölgar þeim sannleiks-neistum, en jafnvel nú er svo mikið fengið, að næst gengur óhófi að láta þá eign liggja ónotaða. Við íslendingar fáumst lítt við sálarrannsóknir, enda -er það, sem sagt hefir verið hér að framan, bygt á útlendri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.