Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1913, Side 60

Skírnir - 01.08.1913, Side 60
252 Nutima hngmyndir um barnseðlið. líða, og meiri reynsla fæst. En nú þegar er nokkuð unn- ið, og nóg viðfangsefni. Við höfum hér á íslandi tvö upp- eldiskeríi: annað sem þjóðin sjálf hefir búið til með alda- langri reynslu. Það er að ala börnin upp við líkamlega vinnu og hjáverkanám undir handarjaðri foreldranna. Hitt er lánað frá grannþjóðunum, flutt hingað til lands að mestu óbreytt, án þess að laga það eftir eðli okkar eða lands- háttum. Samkvæmt því á að ala upp í skólum við mest- megnis andlega áreynslu. Areiðanlega má finna marga galla bæði á heimilis- og skólauppeldi; þó líklega Heiri á hinu síðarnefnda eins og það er nú. En um það stoða engar ágizkanir. Við þurfum að stofna til sjáifstæðra at- hugana og mælinga á íslenzku gáfnafari og iyndiseinkunn. Þá fyrst höfum við öruggan grundvöli undir fótum, og getum, ef við viljum, sniðið þjóðinni stakk eftir vexti. Mætti þá svo fara, að við fyndum óvænt, að skynsamlegt þjóðaruppeldi væri beittasta vopnið, sem við getum eign- ast til að ryðja okkur braut í tilverubaráttunni. Jónas Jónsson.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.