Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1913, Page 67

Skírnir - 01.08.1913, Page 67
Heimur versnandi fer. 259- hefir í sumum ríkjunum geðveikratalan í hlut- f a 11 i við fólksfjölda sexfaldast á síðasta aldarhelming. Hvergi er þó verra en í Texas. Þar fjölgar svo vit- firringum árlega, að yfirlæknirinn við helztu geðveikra- stofnunina þar í fylkinu hefir lýst því yfir, að allar horf- ur séu á, að innan skamms verði geðveikir menn í meiri hluta, ef ekki tekst að finna ráð til að koma í veg fyrir þetta faraldur. Og hann bætir við: »Nú sem stendur benda flestar líkur til þess að vitfirringarnir rnuni eftir nokkur ár brjótast útjúr geðveikrahælinu, til að setja okk- ur hina inn í staðinn«. Fábjánum og fáráðlingum fjölgar einnig í menningar- löndunum. I sumum Bandaríkjunum kemur t. d. 1 fábjáni á hverja 250 íbúa. Á^írlandi eru þó enn meiri brögð að fábjánum, því þar er 1 fábjáni á hverja 147 íbúa. Krabbamein fara vaxandi meðal mentaðra þjóða. Þau. mega heita óþekt meðal villimanna og villidýra, en fara hins vegar sívaxandi hjá húsdýrum menningarþjóðanna. I Bandarikjunum drepur krabbamein einn af hverjum 20, sem deyja; á síðustu 60 árum hafa meinin aukist um 500%. Veikin breiðist meira út í stórborgunum en upp til sveita, líkt og allir langvinnir sjúkdómar. Þrátt fyrir ýtrustu tilraunir sáralækna eru nú 300 þúsund manna i Bandaríkjunum, sem þjást af þessari leiðu veiki. Fari þessari fjölgun krabbameina fram ineð sama hraða og verið hefir, þá verður eftir hálfa öld 1 af hverjum 40 lands- manna sjúkur af krabbameini. Meðal húsdýranna veikjast einkum þau, sem lifa á kjöti. En á grasbýtum, eins og hrossum, kúm og kind- um, er krabbi' mjög sjaldgæfur. Heymar- og málleysingjum fjölgar stöðugt meðal hvítra þjóða, sömuleiðis flogaveiki og augnasjúkdómum. Fleiri og fleiri geta ekki gleraugnalausir verið. Innan skamms tíma verða að likindum allir að ganga með gler- augu. Með öðrum orðum, allir vitlausir og með glerauga á nefinu — þær kynlausu líka. — 17*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.