Skírnir - 01.08.1913, Page 81
Giordano Bruno.
273
Danakonungs, og stóð brúðkaup þeirra um yorið 1590 í Krónborg-
arvígi. Þaðan fór hertoginn til Hveðiiar og sótti heim Tyge Brahe,
stjörnuspekinginn fræga, en Giordano Bruno hafði sagt hertoganum
af honum og lofað hann mjög.
Meðan Hinrik Júlíus var í Danmörk, léku þeir lausum hala,
er koma vildu Giordano Bruno fyrir kattarnef. Klerkar risu upp
gegn honum, lýstu hann trúleysing af prédikunarstól í aöalkirkju
landsins og bannsettu hann; guðfræðingarnir studdu mál þeirra.
Giordano Bruno stóð einn uppi síns liðs. Honum var þá ekki
vært þar lengur og tók sig því upp og fór brott úr Brunsvig. Þá
dvaldi hann eitt ár í Frankfurt am Main, og gaf þá út rit þau, er
hann hafði samið á Þýzkalandi, og voru þau rit á latneskri tungu.
En nú varð sá atburður, er því olli, að dvöl hans þar varð eigi
lengri.
Maður er nefndur Giovanni Moeenigo og átti heima í Venedig.
Hann var tíginborinn maður, en gáfnalítill. Hann hafði lesið eitt
af ritum Giordano Brunos um minnislistina, og fanst mikið um.
En vitsmunir hans voru eigi meiri en svo, að hann hugði, að undir
kynni að vera fólginn einhver leyndardómurinn eða leynivizka um
þau efni, er mönnum þá lék mikill hugur á, svo sem gullgerðar-
listin eða vizkusteinninn, eða annað þess háttar. Þessi maður vildi
fá Giordano Bruno fyrir kennara sinn og bauð honum því til sín,
til að nema af honum minnislistina. Það var hvorttveggja, að
Giordano Bruno mun litlum vinsældum hafa átt að fagna meðal
valdhafa í Frankfurt, svo og hitt, að sú hafði ávalt verið heitasta
þrá hans, að komast aitur til ættlands síns, og það enn, að enginn
má sköpum renna, enda tók hann boði þessu alls hugar feginn.
Nú voru mörg ár, síðan er hann fór frá Italíu og nú átti hann þá
þess kost, að komast þangað aftur. Má nærri geta, hvílíkur fögn-
uður hafi búið í huga hans og hverjar glæsilegar vonir um fram-
tíðina hann muni hafa gert sór, er hann nú lagði af stað heim-
leiðis. Á leiðinni kom hann við í Ztirich, og dvaldi þar lítinn tíma.
Síðan fór hann yfir Alpafjöll, áður en snjóa lagði á, og kom til
Venedig seint um haustið 1591, settist að hjá Giovanni Mocenigo,
og fór að kenna honum minnislistina. En er missirið var liðið, og
lærisveinninn hafði einskis vísari orðið um það, er honum lék mest
hugur á, þraut hann þolinmæðina. Honum var það ljóst, að hann
hafði tekið þann mann í hús sitt, er eigi væri rétttrúaður maður,
og gerðist alláhyggjufullur um þetta mál. Þá tók hann það ráðs,
að skýra skriftaföður sínum frá, hversu komið væri, og lótta svo á
18