Skírnir - 01.08.1913, Page 88
280
Ritfregnir.
ættir, Þorvaldsættin og BólstaðahlíSarættin, meðal hinna allra kyn-
sælustu, sem land vort hefir átt á 19. öldinni. Þær verðskulda þaS
þá líka í fylsta mæli, að þeirra sé minst í sérstakri bók. Um
áreiðanleika þess í öllum einstökum atriðum brestur mig þekkingu
til að dæma. Mun erfitt að gera slíkt rit svo úr garöi, að ekki
slæðist einhverjar villur inn. En nöfn þeirra ættfræðinganna Hann-
esar skjalavarðar Þorsteinssonar og Jóhanns Kristjánssouar, sem báð-
ir hafa yfirfarið handritið, eru mér góð trygging fyrir því, að ritið
sé ábyggilegt í öllum aðalatriðum, en það skiftir mestu í slíku riti.
Eðlilega verður manni að spyrja hvors hafi oröiö kynsældin
meiri síra Þorvalds í Holti eða síra Björns í Bólstaðahlíð. Eftir
því sem útgef. hefir munnlega tjáð mér er tala skilgetinna Þor-
valds niðja í bókinni samtals 1012, en tala skilgetinna Björns niðja
samtals 1663. En tala sameiginlegra niðja þeirra beggja alls 726.
Því miður hefir útgefandi viljandi slept öllum óskilgetnum niðjum
þessara merku ættfeðra úr »Niðjatali« sínu. Er það ærið tilfinn-
anlegur galli á góðu riti, og dregur til muna úr gildi þess, auk
þess sem öllum binum óskilgetnu niðjum er með þessari viðkvæmni
útgefanda óréttur ger. Með óskilgetnu börnuuum hefðu ofangreind-
ar tölur auðvitað orðið talsvert hærri og þá enn augljósara hvílík-
an þátt báðar þessar ættir eiga i fólksfjölguninni hér á landi um
næstliöna öld.
Niðjar síra Þorvalds skiftast milli alls 14 barna hans (af 20
skilgetnum). Flestir verða afkomendur Kristínar Þorvaldsdótt-
ur, sem átti síra Pál Olafsson í Guttormshaga, þann er fórst í jök-
ulhlaupinu með Ofjörð sýslumanni, (afa Páls prófasts í Vatnsfirði
og þeirra systkina), samtals 19 6. Næst henni kemst að niðjatali
síra Böðvar á Melstað með samtals 192 afkomendur. En langfæstir
eru þar niðjar H e 1 g u Þorvaldsdóttur, sem átti Ara lækni Ara-
son á Flugumýri, ekki nema 18 als. Áttu þau hjóu þó 11 börn,
en aðeins 4 þeirra komust upp, og af þessum börnum, sem upp
komust, hefir ekki nema 1 (Þorvaldur á Víðimýri) bundist hjóna-
bandi.
Áftur skiftast tiiðjar síra Björns í Bólstaðahlíð aðeins milli 8
barna — eða réttara 7, því að 8. dóttirin, Guðrún Björnsdóttir
er átti Jónas prófast á Höskuldsstöðum Benediktssou, dó barnlaus.
Kynsælust þeirra Bólstaðahlíðarsystra varð E 1 í s a b e t Björns-
dóttir, sem átti síra Jón í Steinnesi Pétursson. Niðjar þeirra eru
samtals 543, enda eignuðust þau 14 börn og af þeim komust 11
upp og áttu sum þeirra fjölda barna. Næst Elisabetu kemst
Kristín systir hennar með 479 niðja; þeir niðjar eru sameigin-
legir báðum ættstofnunum, því að Kristín varð 3. kona síra Þor-
valds Böðvarssouar og móðir 10 barna hans, þeirra er uppkomust
og bundust hjónabandi. En fæstir eru niðjar Ingibjargar
Björnsdóttur eldri, þótt tv/gift væri, ekki nema 70 alls.
Lærdómsríkt gæti það verið að athuga nánar hvernig þessi
niðjafjöldi skiftist milli stétta þjóðfélagsins. En rúmið leyfir ekki
að fara hér frekar út í þau efni. Einasta skal á það bent, að af