Skírnir - 01.08.1913, Page 91
Útlendar fréttir.
283
tninningarmerkjum, yrðu Tyrkir að halda. Ef stjórnin afsalaði sór
þeim, þá yrði uppreisn, er gæti haft hin alvarlegustu vandræði í
för með sér. Æsing var ákaflega mikil um þetta leyti í Tyrklandi.
Mikill flokkur manna vildi enn fyrir hvern mun berjast til þrautar
og trúði því enn, að Tyrkir gætu aftur rótt við í stríðinu, eftir
allar ófarirnar.
ITm mánaðamótin janúar og febrúar hófust bardagar að nýju,
og var þá barist bæði við Tchatalja, suður á Gallipóliskaga, við
Adríanópel, við Janina, Skútarí og víðar vestur í landi. En það
kom brátt í Ijós, að Tyrkir voru þrotnir að vörn. Þó hóldu þeir
altat velli við Tchatalja, og unnu hinir þar h'tið á. En ástandið
beima fyrir var orðið hið hörmulegasta, fó á þrotum og aliskonar
vandræði fyrir hendi, sundurlyndi, bæði heima fyrir í Konstantín-
ópel og í herbúðunum, út af gerðum hinnar nýju stjórnar og út af
drápi hins fyrverandi yfirhershöfðingja. Snemma í marz tóku
Grikkir Janína, er þeir höfðu setið um mjög lengi. Nokkru síðar,
25. marz, var Adríanópel tekin með áhlaupi. Ferdinand Búlsara
konungur hólt innreið sína í borgina 28. marz með mikilli viðhöfn.
Shukri pasja hót sá herforingi Tyrkja. er varið hafði borgina, og
þótti hann gera það mjög hraustlega. Serbar áttu einnig her i
umsátinni um Adríanópel og urðu síðan þrætur um það milli þeirra
og Búlgara, hvorir meira hefðu þar að unnið. Stórveldin kröfðust
nú af Montenegrómönnum, er um Skútarí sátu, að þeir hættu umsát-
inni, en þeir höfðu það að engu. Sendu þau þá flota iun í Adr-
íahaf, er lagðist þar úti fyrir, til þess að ógna þeim. En það dugði
ekki heldur. Þeir hóldu umsátinni áfram og neituðu að víkja fyr
ir öðru en vopnum. Og loks tóku þeir Skútarí með áhlaupi 23.
apríl. Lýsti Daniló krónprins því yfir, að sú borg ætti frumvegis
að verða höfuðborg í Montenegró. En stórveldin höfðu ákveðið, að
Skútarí skyldi fylgja Albaníu, og Austurríki og Italía hótuðu að
taka hana með hervaldi af Montenegrómönnum, ef hún fengist eigi
á annan hátt. 1 Fór loks svo, að Nikíta konungur sá sór ekki ann-
að fært, en að afsala borginni í hendur stórveldanna. Tók þá flot-
inn við henni, er legið nafði þar úti fyrir, og enski foringinn fekk
þar yfirstjórn.
Þegar hér var komið, höfðu Búlgarar gert til bráðabirgða vopna-
hló við Tyrki. En ósamkomulag magnaðist stöðugt milli sambands-
þjóðanna um skiftin á herfanginu. Það ósamlyndi byrjaði fyrst
milli Grikkja og Búlgara út af Salonikí, er báðir vildu eignast, eu
Grikkir urðu fyrri til að taka af Tyrkjum. En svo hófust einnig