Skírnir - 01.08.1915, Page 4
228
Veturinn.
Einhver heimamaður tekur bók úr skáp, í »hjóna-
húsinu«, heimaskrifaða og heimabundna skræðu í sterkum
spjöldum. Hvort sem á skræðunni eru sögur eða rímnr,
þá eru oftast á henni fornar sagnir með fornu máli.
Lesarinn kveður við raust. Allir hlýða á söguna,
vinnan gengur vel og greiðlega og eiginlega án þess
nokkur viti af henni. Slík kvöld líða fljótt. Engin klukka
er á vegnum, sem mælir tímann, og þá getur það komið
fyrir að minna lifl nætur þegar til náða er gengið.
Það eru þessi kvöld, sem hafa verið svo óendanlega
dýrmæt fyrir íslenzka menning. Fólkið í baðstofunni hefir
líkamlegt starf í höndunum og andlega samnautn alla vök-
una. Þetta tvent hefir skapað einna fegurstu og traust-
ustu þættina í menning okkar: heimilisiðnaðinn
og fróðleiksfýsn alþýðu, sem er grundvöllur allra
•okkar bókmenta.
Það er nauðsynlegt að athuga þetta nánar.
Aðalatvinnuvegum okkar er þannig háttað, að þeir
krefjast miklu meira vinnuafls að sumri en vetri. Einn
fjármaður getur hirt þann búfjárstofn um vetur, sem sex
menn hafa verið að afla fóðurs um heyannir. Sjórinn er
dauður á vetrum, norðanlands, og því verða fiskibátar
Norðlinga að standa í nausti að vetrinum. Vegna þessa
varð vetrartíminn að mestu ónýtur til atvinnureksturs ut-
an húsa, og vegna þessa varð heimilisiðnaður sjálfsagður
á hverju heimili.
Um margar aldir heflr þessi iðnaður verið að breytast
eftir aldafari og þjóðarkjörum. Eflaust hefir v e r z 1 u n-
areinokunin eflt hann einna mest og gefið honum
víðtækara svið. Einokunin neyddi heimilin til að búa að
sínu og verzla sem minst.
Flestir sveitamenn lifðu t. d. á búmat, mestmegnis, og
svo fiskmeti, í skiftum fyrir landbúnaðarafurðir, enda var
þá innanlandsverzlunin meiri og margbreyttari en nú á