Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1915, Side 13

Skírnir - 01.08.1915, Side 13
Veturinn. 237 búhagir en af vita. Hér var stigið spor í rétta átt er smíðakensla hófst við búnaðarskólana. Raunar þarf þá smiðja og algengustu smíðatól að vera á hverjum bæ eins og fyrrum, og er víst auðeldara að afla þessa nú en þá. Þá má og flytja heim efni í nýjar girðingar og ný hús m. fl. Alt þetta gera nú góðir búmenn, þó of fáir fylgi dæmi þeirra. En þessi störf eru ekki einhlít, þau geta aldrei orðið föst atvinna á mörgum heimilum, þau eru ekki jafnsjálf- sögð og tóskapurinn forni. Þess vegna þurfum við að reisa nýjan iðnað, eða endurbæta hinn gamla, sem veiti flestu því fólki, er þarf með til sveitavinnu á sumrin, at- vinnu heima í sveitinni að vetrinum til. A heimilunum þarf Iðni og Anægja aftur að skipa öndvegissætin, og birta og ylur að færast um heimilin á löngu vetrarkvöld- unum. Þá mun lausingjalífið þverra; þá mun heimilis- menningin eflast að nýju og löngu vetrarkvöldin verða stutt. Þá mun auðnunum fækka, sveitirnar stækka, mennirnir hækka. Ullin okkar býður enn fram óþrjótandi verkefni. Við verðum að reisa gamla iðnaðinn við með tækjum nútímans, en löguðum eftir staðhátt- um landsins. Það getum við með þvimótiað láta kemba ullina i tóvélum, en vinna hana síðan heima með ódýrum handverk- f æ r u m, svo sem: spunavélum, prjónavélura og endur- bættum vefstólum. Spunavél og prjónavél mundu eigi kosta meira til samans en 200 kr. — vetrarfæði tveggja kvenna. En þessar vélar munu þó geta unnið á móti sex vinnukonum. Þær munu því fljótlega borga sig, þar sem tvær tókonur sitja við rokk eða prjóna að vetri Auðvitað þarf að rannsaka það vandlega hvaða heim- ilistæki eru hentugust og ódýrust til tóvinnu. Væri það þarfur »þingbitlingur« ef vel hæfur maður að þekking og áhuga væri styrktur til slíkra rannsókna og alþýðu síðan boðin þessi vinnutæki með góðum kjörum. Liklegt er að útvega megi sæmilegan útlendan markað fyrir íslenzka
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.