Skírnir - 01.08.1915, Síða 96
320
AlþýðukveðBkapur.
Jón Eldoii — bjó um eitt skeið á Vegg í K'elduhverfi
— lagðist veikur og var fluttur um tíma af bænum til
lækninga. Þegar hann kom heim aftur, þótti honum sem
kæmu ekki öll kurl til grafar, hvað búslóðina snerti.
Varð honum þá að orði:
Mínum sjúga menn úr legg
þá mergjarlaust er holið,
eins er nú á vorum Vegg,
þar verður ei lengur stolið.
Þá er vísa Bólu-Hjálmars um »spörðin« kringum —
kirkjuna. Meinfyndin er hún og heflr að öllum líkindum
»hitt« á sínum tíma:
Vel er alin herrans hjörð
— hérna liggur hevísið — „
sómir vel, að sauðaspörð
sjáist kringum fjárhúsið.
Og vísa Indriða á Fjalli um manninn, sem steig
ekki í vitið:
Maðurinn sem úti er
undrun vekur mína,
heilanum úr höfði sér
hann er húinn að týna.
Smellin er hún, þótt ekki sé hún dýrt kveðin.
Hnyttinn þótti og Skarða-Gísli og fæstum ofgott að
verða fyrir barðinu á honum, þegar hann var í vísnahug,
enda var hann flestum beiskyrtari. Einu sinni kvað hann
um mann, sem flutti sig búferlum:
Burtu hrókur flæmdist flár,
forláts tók á hænum;
þó að klókur þerði brár
það voru krókódila-tár.
Húsfreyja ein ættstór og vellauðug var ekki að sama
skapi hjálpfús, enda þótti hún nirfill með afbrigðum.
Þá var kveðið:
Auð sér hálan heldur við
harðlynd fálan hauga,