Skírnir - 01.12.1915, Blaðsíða 65
Talað á milli hjóna.
401
Þá spratt Ólafur á fætur, gaut flóttalegum augum í
Þringum sig og smeygði sér þegjandi fram fyrir.
Síra Jósef þurkaði svitann úr andliti sér með vasa-
klútnum og leit sigri hrósandi framan í Einar, og Einar
kinkaði kolli og drap titlinga.
»Agætt, ágætt, síra Jósef! Alveg eins og talað út úr
mínu hjarta; þú átt svei mér skilið að fá glas fyrir þetta«.
»Svona á að taka þessa karla«, svaraði síra Jósef og
ræskti sig.
»Já einmitt svona, svona!«
Þeir fóru að glíma við það, sem eftir var í flöskunni,
og það stóð heima, að rétt um leið og þeir voru að tæma
síðustu dreggjarnar, kom Margrét inn til þeirra með
kertaljós.
»Nú er eg þó standandi og sitjandi hlessa«, sagði
hún og skelti á bæði lær; »þegar eg er búin í búri og
eldhúsi og geng í gegnum baðstofuna, — sem eg sit og
stend, er þá ekki Ólafur háttaður hjá Helgu! Yerið þér
margblessaður fyrir það, síra Jósef, fyrir það og alt annað.
En hvað þér gátuð huggað Helgu aumingjann í dag, en
nú tekur þó út yfir. Svona er það; ekkert er til, sem
mýkir og sefar æst skap ef það er ekki guðsorð af munni
prestsins. Það verð eg að segja, síra Jósef minn, þó að þér
heyrið sjálfur til, að gamli presturinn okkar hefði ekki getað
þetta í einu vetfangi eins og þér haflð gert. Yðar kenn-
ing heflr alveg snúið Olafi okkar til hins betra, guði sé
lof. Já, verið þér margblessaður fyrir það, síra Jósef
minn, margblessaður!« Svo klappaði hún honum öllum
utan.
Síra Jósef seildist eftir kertinu.
»Eg verð að sjá þau i rúminu. Komdu líka, Einar«.
Allir sváfu í frambaðstofunni. Þeir gengu á tánum
að rúmi hjónanna og lýstu að þeim. Ólafur lá upp í loft
frammi við stokk og skar hrúta; drenghnokkinn lá í milli
og hafði sofnað með hendina upp í sér; Helga sneri sér
að honum. öll sváfu þau fast.
»Það er alt í lagi«, sagði síra Jósef, þegar þeir komu
26