Skírnir - 01.12.1915, Page 66
402
Talað á milli hjóna.
inn fyrir. »Nú er víst mál að fara að hvila sig«. Hanm
var orðinn nokkuð valtur á fótunum.
Svo háttuðu þau og slöktu ljósið. Síra Jósef fanst
rúmið rugga eins og bátur í hafróti; hann bylti sér við
og opnaði augun. Alfult tunglið skein inn um gluggann
og beint á stóru ljósmyndina af Steinu. Síra Jósef sýnd-
ist myndin taka svipbreytingum og viprast af hlátri.
»Hún er að hlæja að mér, af því að eg er orðinn
fullur«, tautaði hann.
»Hvað er presturinn að segja?« hvíslaði Margrét.
»Hafðu ekki hátt, hann er að lesa kvöldbænir«, draf-
aði i Einari.
Síðan sofnuðu þau.
Morgunin eftir bjuggust þeir til ferðar, síra Jósef og
Einar. Olafur og Margrét fylgdu þeim út á hlaðið.
»Þér efnið loforðið, síra Jósef, er ekki svo?« sagði
Ólafur lágt.
»Jú, sjálfsagt; og þér yðar?«
»Já, eg geri það«.
Síra Jósef kvaddi Margréti með l'rábærum innileik
og Olafur hélt í ístaðið hans meðan hann fór á bak.
»Og verið þið nú sæl«.
»Verið þér blessaðir og sælir«, sagði Olafur og tók
ofan skinnhúfuna.
Þeir félagar riðu út tröðina fót fyrir fót.
»Blessaður presturinn«, sagði Margrét og tifaði inn
göngin; »blessaður presturinn!«.
Jónas Jónasson
yngri.