Skírnir - 01.12.1915, Qupperneq 89
Bismarck.
425-
Eftir þetta var Bismarck langan aldur við stjórn og
vann með sömu vitsmunum og stálvilja að því, að treysta
og styrkja sambandið og auka veg þýzka ríkisins og
keisarans. Járnkanzlarinn þreyttist aldrei að vinna fyrir
föðurland sitt.
Auðvelt verk er að teJja upp þessa viðbui’ði, en að
framkvæma þá var svo erfitt, að það var á einskis manns
færi annars en Bismarcks, því að andróðurinn gegn hon-
um var megn og margháttaður, og mátti oft heita að hann
stæði einn uppi með konungi og stundum aleinn. En
mótstöðu annara ríkja, svo sem Austurríkis og Frakklands,
yfirvann hann með glöggskygni, framsýni, samningalipurð
og járni og blýi, þegar í raanirnar rak og tækifærið kom.
Mótstaða þingsins var hættulegri, en hana barði hann
niður, þar til er þingið sá, hversu rétt stefnan var, og
varð fúst á sættir. Verst var mótstaða hirðarinnar. Þar
var stundum ríkiserfinginn, drotningin, bróðir konungs,
ekkja fyrirrennarans og allir þeírra vinir á móti Bismarck,
en þar naut hann þess, að konungur var sjálfur mikil-
menni og maður fastlyndur og skildi öðrum betur, hvert
Bismarck stefndi. Þó þreytti þessi mótstaða hann svo
mjög, að honum lá oft við að leggja árar í bát.
Dómar manna voru mjög samhljóða um Bismarck
framan af, að hann væri hrokafullur jungherra og stein-
gjörður afturhaldsmaður. Þá kemur tímabil, er hann hefir
aflað sér álits fámenns flokks viturra föðurlandsvina, en
óstjórnlegs lasts og haturs af fjöldanum. Var hinn harðasti
vottur þess, er reynt var að myrða hann 7. maí 1866.
En eftir því sem lengra leið á æfina og æfistarfið, fjölgar
vinum hans, en fækkar fjandmönnum En að lokum fekk
hann hjartfólgna þökk alþjóðar og djúpa lotning.
Otto Bismarck var hár vexti, mikill að vallarsýn,
herðibreiður og vel á sig kominn, ennið hátt og höfuðið
mikið, brýndur mjög, en varð snemma sköllóttur, augun
blá og djúp, hýr venjulega, en brann geigvænn eldur úr