Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1915, Blaðsíða 99

Skírnir - 01.12.1915, Blaðsíða 99
Ritfregnir. 43» hliðsjón af erfðaraálunum í Egils sögu og frásögn Landnámu um burtfarir íslendinga úr Nonegi sökum skattgjalda. — Gengur höf. hér á hólm við eigi markminni fræðimenn en Sars og Hertzberg, og svo Yngvar Nielsen, sem allir eru þeirrar skoðunar, að rangt só frá hermt í fornritum vorum, svo að Haraldur konungur hafi ekki eignast landeignir allar, heldur hafi verið um skatt að ræða, er bændnr af misskilningi hafi talið vera landskyld. Þó er höf. hór eigi einn síns liðs, því að Taranger, háskólakennari í Kristíaníu, hef- ir ritað á móti kenningum fyrr nefndra fræðimanna. Samt hefir höf. ýmislegt að athuga við kenningar Tarangers, þótt samþykkur só honum um það, að lýsingar fornritanna á ráðstöfunum Haralds kon- ungs um landeignir sóu laukróttar. — En hór er ekki rúm til þess að rekja þær greinir uánara. í þessum kafla kemst höf. út í erfðamál Hildiríðarsona og arfs- tilkall Egils Skalla-Grímssonar í Noregi. Er þar vikið að gildi lausabrullaups og ýmsum hjúskaparskilyrðum á söguöldinni. Ekki mun ólíklegt, að út úr þeim kafla geti orðið greinir með höf. og öðrum fræðimönnum, þeim er rannsóknir hafa haft á þessum efnum. Þriðji kafli er um eðli Haraldsróttar (bls. 42—55). íhugunarverðar og nýstárlegar eru þar kenningar höf. um orðið ó ð a I. Heldur höf. því fram, að óðal tákni forróttindi alls konar (privilegia), og fylgir þar með það, að Haraldur konungur hafi helgað sór öll forróttindi, auk jarðeignanna. Athuganir höf. bera vott um skarpskygni og nákvæmni í rannsókn. En þó get eg eng- au veginn fallist á það með höf., að það só »sýnilegt4, að óðals- menn hafi öðrum fremur verið kallaðir »menn« í Noregi, eins og höf. heldur fram á bls. 49 neðanm. Þykir mér liggja beinast við að skilja þá staði, sem höf. nefnir þar, eins og orðin sjálf herma, og má vel láta sór það lynda, enda höf. engi nauðsyn að taka þá staði svo upp til stuðnings sínu máli. En aukaatriði er þetta. IV. kaflinn er um undanþágur og endurgjafir (bls. 55—59). Telur höf. Harald konung hafa skilið uudan rótti sínum og álögum þá menn er gengu honum á hcnd, og dregur til þess dæmi. V. kaflinn er um þýðing H araldsróttar (bls. 59—73). Við þessu orði, »þýðing«, tjóar líklega ekki að amast framar í ís- lenzku máli, en samt undrar mig það, að höf., sem yfirleitt ritar heldur hreint mál, skuli ekki hafa þýtt þetta orð á íslenzku, því að engi skotaskuld mun vera á orðum, sem feli í sór það, er orðið á að tákna. En þetta kann nú að þykja óþarfa-hótfyndni. 28*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.