Skírnir - 01.04.1916, Page 6
118
Utsær-
[Skírnir
Því dagar sólina uppi um unaðarnætur.
Þá eldist ei líf við blómsins nje hjartans rætur.
— Hafkyrðin mikla leggst yfir látur og hreiður,
en lágeislinn vakir á þúsund sofandi augum.
Á firðinum varpar öndinni einstöku reyður,
og uppi við land kasta sporðar glampandi baugum.
Báruraddir í vogavöggunum þegja.
Ein vísa er aðeins hvísluð niðri í ósi.
Tíminn er kyr. Hann stendur með logandi Ijósi
og litast um eptir hverju, sem vill ekki deyja.
En stoltastur ertu og stærstur í roki á haustin.
Strandmölin grýtir landið. Þú seilist í naustin.
Skýin þau hanga á himninum slitin í tötra. —
Það hrykktir í bænum eins og kippt sje i fjötra.
— Þá bryðurðu gaddinn við grúfandi bátastefnin.
Grunnsjórinn beljar um voginn svo jarðirnar nötra.
En hafáttin er i húmi og blikum til skipta;
hún hleypir skammdegisbrúnum föl undir svefninn.
Þá hamastu, tröllið. í himininn viltu lypta
hyljum þíns eigin dýpis og álögum svifta.
— Og altaf jeg man þig um mánaóttuna langa;
þá mæna til stjarnanna skuggar eyja og dranga
og vefjast í löngum örmum, sem risi og rýgur —
en röstin niðar í fjarlægð, með blandaða strauma.
Þinn barmur aðeins hrærist og hljóðlega stígur
er himneska segulfangið á móti þjer hnígur.
— Andvaka haf, í ómi glitrandi stranda,
aleinn jeg dvel í stjörnuhöll minna drauma
og lifi að nýju þinn ljóma og róm í anda. —
Mín ljettustu spor eru grafin í þína sanda.