Skírnir - 01.04.1916, Page 78
190
Þegnskylduvinna.
[Skirnir
þegnskylduna, svo að ferðir að og frá féllu á ódýra árs-
tíma, svo að þetta væri eigi tilfinnanlegt, hvert sem við-
komendur bæru kostnaðinn sjálfir, eða landsjóður greiddi
fæðispeninga, er sanngjarnast væri.
Þegar þetta atriði er því skoðað með gætni og skyn-
semi, ætti það engum að vaxa í augum.
10. A ð rangt hafi verið að leggja þegnskyldumálið
óundirbúið fram til atkvæðagreiðslu þjóðarinnar.
Um þetta er þó árangurslaust að deila »eftir dúk og
disk«, því að »það er komið, sem komið er«. En eg vil
þó láta þá skoðunfmína í ljós, að í flestum atvikum sé
það viðsjárvert, ef ekki með öllu rangt, að leggja nokk-
urt mál undir almenna atkvæðagreiðslu kosningabærra
manna, nema í frumvarpsformi. í þessu máli er þó eng-
in hætta á ferðutn. Engum einasta manni, mér vitanlega,
hefir nokkru sinni kornið það til hugar, að demba þegnskyld-
unni i flughasti yfir þjóðina með afli atkvæða, á einu ein-
asta Alþingi. Það virðist því alls ekki rétt, að bera þessa
allsherjaratkvæðagreiðslu saman við atkvæðagreiðsluna
um aðfiutningsbannið.
Þó að sumir kunni að vera mótfallnir því, að þegn-
skylduvinna skyldi, á þessu stigi málsins, vera lögð und-
ir þjóðaratkvæði, þá má þó enginn mætur maður láta
það, eitt út af fyrir sig, leiða sig til að greiða atkvæði á
móti lienni. Yrði það einungis til að spilla og tefja fyrir
málinu. Gæti það eigi sýnt það, að menn væru óánægð-
ir, hvað meðferð málsins snertir, heldur væri álitið, að
menn væru gersamlega mótfallnir hugsjóninni sjálfri, eða
þegnskylduvinnunni í hvaða mynd sem hún væri.
Hér verður í raun og veru einungis sú spurning lögð
fyrir hvern atkvæðisbæran mann, hvort hann sé þeirri
hugsjón hlyntur, að hver einasti verkfær og hraustur
maður verji í eitt skifti fyrir öll, yfir eitthvert ákveðið
skeið æfinnar, 8—12 vikna tíma, sér til verklegrar lýð-
mentunar, og til þess að græða landið, yrkja það, bæta og
prýða.
Verði meiri hluti með þessu, þá verður landstjórn og