Skírnir - 01.04.1916, Blaðsíða 66
178
Þegnskyldnvinna.
[Skírnir
Komist þegnskyldan ekki á, situr margt í líku horfi
og hingað til. Hér og þar verða ræktaðir örlitlir blettir
og græddir upp, og það engu síður á útkjálkum og til af-
dala en í aðal-héruðum. Vill þá oft svo fara, að þegar
sú höndin er stirðnuð, sem að þessu vann, fari alt í kalda
kol eða eyði. Og svo hættir oss svo hörmulega til þess
að láta holklaka og aðra eyðileggingu ónýta á skömmum
tíma jarðabæturnar, svo að þeirra gætir ekki eftir nokk-
ur ár — viðhaldið vantar of víða. En á hinn bóginn, ef
þegnskylduvinna kemst á rneð réttu sniði, þá munu menn
naumast þekkja landið að 30—50 árum liðnum eftir að
hún var fyllilega komin á stofn. Þá munu stór landsvæði
á hentugum stöðum plægð, sléttuð og ræktuð með áburði,
og enn stærri svæði ræktuð með vatni og framræzlu, þar
sem þörf var fyrir. Víðáttumikil lönd, bæði í bygð og til
afrétta, sem nú eru óræktarfióar, að litlu eða engu nýtir,,
munu þá framræstir og orðnir að góðum beitilöndum, og,
vel fallnir til ræktunar. Jurtagróður landsins heflr verið
færður til og á ýmsan hátt hjálpað til að græða upp það,
sem gróðurlaust var, og endurbæta á öðrum stöðum. Þá
munu sameignar-matjurtagarðar ná á sumum stöðum yfir
víðáttumikil svæði. Skógræktarstöðvar vera hjer og þar
og allar skógarleifar friðaðar, grisjaðar og vel hirtar.
Land og skepnur verður þá friðað með girðingum, þar
sem nauðsyn krefur. Víða verða gróðrarstöðvar ogfagrir
smálundar og blómreitir við býlin. Og á einum eða fleiri
stöðum á landinu verða svo fullkomnar gróðrarstöðvar, að
þær geta ræktað og framleitt alt það, sem æskilegt er að
rækta hér á landi. Og svona má lengi telja.
Þegar því þegnskylduvinnumálið er lagt undir at-
kvæði þjóðarinnar, þá verður hver og einn atkvæðisbær
maður spurður að því, hvort hann vilji að lagt sé fram
fé og kraftar, til þess að menn verði framvegis verkhæf-
ari og stjórnsamari en hingað til, og að landið verði sem
fyrst endurbætt og prýtt og gert samboðið sjálfu sér og,
siðaðri þjóð.