Skírnir - 01.04.1916, Blaðsíða 7
■SSkírnir] Útsær. 119
'0, kveldsól á hafsins brotnu, blikandi speglum.
Bjargeyjan klæðist í liti, með snjóbleikum dreglum.
— Lognið það ríkir. En boðarnir bregða hrammi
og bresta sem þrumur yfir dökknandi flæðum.
— Þá skil jeg að heiðnin lifir aldanna æfi
með ódáinshallir, reistar í norðlægum sævi.
-----Að drykkju er Ægis hirð í hylgrænum klæðum.
I hálfri gátt stendur Lokasenna frammi.
'Og landbrimið mælir á mig í kraptakvæðum —
wor kynstofn reis hæst í lífsins og guðdómsins fræðum.
Fornhelga spekin veit að afl skal mót afli,
en andanum gefur hún seinasta leikinn í tafli.
Guðirnir yrkja í kveðandi brims og bilja
og brjóst hins illa valds er slegið með ótta.
Hamar Þórs hann vegur að Alföður vilja;
því víkur glottið i Ægisdyrum á flótta.
— Loki felur sig sjálfan í þjósti og þótta.
Hann þjakast og elskar í sinnar heiptar viðjum —
•og minning hann ber um bros frá litverpum gyðjum
sem bjarma af von í myrkri eilífra nótta.
Útsær, þú hastar á hjartað og göfgar þess ama.
Þú hylur í þögn vorn fögnuð og gjörir hann ríkan.
— Veröld af ekka, jeg veit engan mátt þjer líkan.
Viljinn sig þekkir hjá þjer og rís yfir hafið —
já, hafið sem á ekki strönd með fjarlægan frama,
•en firnaríki í auðnir skýjanna grafið.
Þó deyi hjá þjer okkar vonir, sem nefna sig nöfnum,
•og nísti þinn kali vor brjóst, er vald þitt hið sama;
því handan þín enginn átti að búast við höfnum.
Eilífð og himinn er landsýnin þar^fyrir stöfnum.