Skírnir - 01.04.1916, Page 32
144
Um Þorleif (ruðmundsson Repp.
[Skírnir
Þorleifi yrði yeitt annaðhvort embættanna. Þorleifur lét
prenta suma þessara vitnisburða til þess að senda með
umsókn sinni (Certlficates in favour of Mr. Thorleif Guðmund-
son Repp, A. M). Það er ekki neitt smáræðishól, sem
Þorleifur hlýtur þar fyrir lærdóm sinn, t. d. segir hinn
nafnkunni maður, Sir William Hamilton, að sú sé skoðun
sín, að Þorleifur hafi svo víðtæka málfræðaþekking, að
enginn maður í öllu Bretaveldi komist þar til jafns við
hann. Segist hann hafa heyrt hann tala frakknesku og
ítölsku viðstöðulaust, og lík haldi hann, að þekking hans
sé í spönsku og portúgölsku og i lifandi málum yfirleitt.
En í latínu og grísku sé hann frábærlega vel að sér og
kunni til fullnustu ýmsar Austurlandatungur, einkum
hebrezku og serknesku. Hann hælir og Þorleifi fyrir geð-
gæði og prúðmennsku. Sama vitnisburð bera Þorleifi og
ýmsir menn, er hjá honum höfðu lært (t. d. Mont-Stuart
Elphinstone) og segja, að hann sé bæði ljúfur kennari,
þolinmóður og laginn. Prófessor John Wilson í Edinborg
segist engan mann þekkja, er svo margar tungur kunni
-og svo vel sem Þorleifur. Segist hann oft hafa til hans
leitað til þess að fá skýringar lútandi að grískum eða
latínskum rithöfundum, og jafnan hafi Þorleifur getað
veitt úrlausn, hvort sem um skáld, heimspekinga, mælsku-
merm eða sagnaritara var að ræða. En lifandi tungur
tali Þorleifur flestar svo reiprennandi sem hann væri inn-
borinn maður hverrar þjóðar. Þessu líkir eru vitnisburðir
annarra manna. En allt um það hlaut Þorleifur hvorugt
embættið; mun það bæði hafa orðið honum þröskuldur í
vegi, að hann var útlendingur, því að þeim er metorða-
leið jafnan örðug í Bretlandi, og enn hitt, að ekki var
trútt um, að Þorleifur væri í nokkurri óvináttu við einn
mann, er miklu réð við bókasafnið og líklega heflr verið
leitað til umsagnar um Þorleif. Er og eigi ólíklegt, eftir
lundarfari Þorleifs, að einhverir fleiri hafi borið kala til
hans, því að geði hans var svo farið, að hann var allra
manna hreinlyndastur og svo berorður, að nærri hélt
ósvífni, eigi sízt við þá menn, er mikillátir voru og hon-