Skírnir - 01.04.1916, Blaðsíða 53
Skirnii]
Þegnskylduvinna.
165-
skylduvinnuna sem fyrst af hendi, þá vegur það eigi gegn,
því, sem á móti mælir. Mín reynsla er sú, að mikill hluti
17 ára pilta hafi eigi það starfsþol, sem heimta verð-
ur í þegnskylduvinnu. Hitt er þó verra, að á þeim aldrh
hafa margir enn svo sáralitla eftirtekt og athugunargáfu.
En á þessu aldursskeiði munar að jafnaði allmiklu með
hverju árinu, að því er andlegan og líkamlegan þroska
snertir. Eg álít því heppilegra fyrir flesta af nemendum
18 ára takmarkið. Einnig myndi það síður valda óánægju
hjá vinnuþiggjendum og hjá þeim er verkinu eiga að
stjórna, og skiftir það miklu.
Því var hreyft á síðasta Alþingi, og víðar, að þegn-
skylduvinnan næði einnig til kvenþjóðarinnar. Eg vil’
taka það fram, að síðan þegnskyldumálinu var fyrst hreyft,.
veit eg eigi til þess, að nokkur kona hafi andmælt því,
sem heflr látiö málið sig svo miklu skifta, að hún hafi
hugsað alvarlega um það. A hinn bóginn hafa margar
verið því eindregið fylgjandi. Og þær eru eigi svo fáar,
sem hafa látið það í Ijós við mig, að þær vildu og teldu
það sjálfsagt, að þegnskylduvinnan næði einnig til kven-
fólksins. Eg tel því víst, að frá þeirri hlið eigi málefni
þetta eindregis fylgis að vænta við atkvæðagreiðsluna. Er
mér það því meira gleðiefni, vegna þess, að þegnskyldu-
vinnan er hið fyrsta alþjóðarmál, er konur greiða atkvæði
um eftir að þær hafa öðlast kosningarrétt og kjörgengi til
Alþingis. Er það góðs viti, ef sú atkvæðagreiðsla getur
orðið þeim til sóma og landinu til farsældar.
Að þessu sinni vil eg eigi fara langt út í þetta atriði,
því að eg álit, að kvenþjóðin eigi sjálf sem mest að ræða
það. Þó vil eg skýra frá aðaldráttunum, sem eg hefi
hugsað mér, en þeir eru þessir: I byrjuninni séu það ein-
ungis karlmenn, er taki þátt í þegnskylduvínnunni, en
lánist tilraunin vel og sé líkleg til þjóðþrifa, þá verði hún
einnig látin ná sem fyrst til kvenþjóðarinnar. Stefnan
eða markmiðið sé hið sama, en fyrirkomulagið að ýmsu
frábrugðið. Konur vinni einkum að skóggræðslu, garð-
yrkju, blómrækt og þeim störfum, sem algengast muni