Skírnir - 01.04.1916, Page 86
198 Hvað verðnr um arfleifð Islendinga ? [Skirnir
En Völundarkviðu þekkja miklu færri, og er hún þó einna
fegurst af öllum fornum kvæðum. Þar er getið svan-
meyja, er þeir Völundur og bræður hans fundu við Úlfsjá
í Úlfdölum. Sátu þær þar og spunnu lín, en svanaham-
irnir lágu hjá þeim. Þeir gengu að eiga þær, og voru
þau ásamt sjö vetur, en allan áttunda veturinn þráðu
svanmeyjarnar eða valkyrjurnar sína fyrri iðju. »En
enn níunda nauðr of skildi, mevjar fýstusk á myrkvan
við«. En þótt menn muni nú lítt til kviðunnar, þá er þó
auðsætt af þjóðsögunum, að hugmyndin um svanmeyjarnar
hefir lifað frá kyni til kyns. Því að sagan um konu úr
sjónum er auðsjáanlega sama saga í öðru gerfi. «Meyjar
fýstusk á myrkan við« segir í kviðunni. »Mér er um og
ó, eg á sjö börn í sjó og sjö á landi«, sagði konan. Nú-
tima höfundur einn hefir tekið sér þetta. fyrir yrkisefni,
en því miður hrært þar saman við biblíuhugmyndum um
Faraó og selina. Þetta ágæta yrkisefni bíður enn þá eftir
nægilega högum manni, er gæti gert úr því snildarverk.
Annars er þarfleysa að nefna sérstakar kviður, því að
þar vaða menn í gullsandi, hvar sem þeir stíga. — Enn
má minna á skáldakvæði og vísur og nægir að minna á
jafnágætt skáld sem Egill var Skallagrímsson. Eg get eigi
stilt mig um að nefna nokkur dæmi. Lýsing Egils á Ei-
ríki konungi mun verða minnisstæð hverjum, er les eða
heyrir:
Vara þat tunglskin
tryggt at lita
né ógnlaust
Eiríks brá,
þá er ormfránn
ennimáni
skein allvalds
ægigeislum.
Sjálfslýsing hans í sama kvæði, Arinbjarnardrápu, er
einkennileg og góðlátlega spaugsöm:
Né hamfagrt
höldum þótti