Skírnir - 01.04.1916, Page 28
140
Um Þorleif Guðmundsson Repp.
[Skírnir
þungt Byrgi féll þetta mál, að hann heflr við orð að segja
sig úr háskólaráðinu. Hið fyrr nefnda bréf þykir, því
miður, of langt til þess að prentast hér.
Svo lyktaði þá þetta mál, en metinn var Þorleifur
jafnan síðan sem magister artium, hvar sem hann fór.
Síðar meir, er Þorleifur var aftur kominn til Kaupmanna-
hafnar úr Skotlandi, leitaði hann að fá rétting sinna mála,
en H. C. örsted, sem var rektor háskólans 1842, synjaði
honum jafnvel um endurrit af skjölum þeim, er málið
vörðuðu, og Þorleifur bað um, öðrum en sjálfum úrskurði
yfirstjórnar háskólamálanna, er hann gat eigi skorazt
undan að senda. Og 1845 synjar háskólaráðið Þorleifi
um að veita meðmæli sín með þvi, að honum yrði þá veitt
meistaranafnbótin. (Þessi bréf eru í skjalabögglum Þorleifs).
Meðan þessu fór fram, var Þorleifur á förum úrDan-
mörku. Svo var mál með vexti, að yfirstjórn bókasafns
merks i Edinborg á Skotlandi, þess er nefnist Advocates’
Library, hafði boðið Rasmusi Rask, hinum fræga mál-
vitringi, bókavarðarstöðu við safnið; hafði Rask þá enn
lág laun fyrir störf sín í Kaupmannahöfn. Jafnframt
hafði bókasafnsstjórnin falið Rask, svo íramarlega sem
hann vildi ekki þekkjast þetta boð, að útvega safninu í
sinn stað mann, sem hann teldi vel hæfan, einkannlega
hefði góða þekking á lifandi málum, því að hörgull væri
á slíkum mönnum í Skotlandi, þeim er völ væri á til
þessa starfs. Rask þá ekki boðið, enda varð hann um
það leyti eða skömmu síðar prófessor við Kaupmanna-
hafnarháskóla, en í sinn stað benti hann bókasafnsstjórn-
inni á Þorleif Repp, sem hann taldi afbragð annarra
manna í tungumálaþekkingu. Sýnir þetta bezt, hverjar
virðingar Rask hafði á Repp, þótt nokkuð kunni að.hafa
um ráðið ást Rasks á Islandi og góðvild hans við Islend-
inga. Þorleifur tók þessu boði og var þetta bundið fast-
mælum fyrir árslok 1825, svo að stöðuna hafði Þorleifur
fengið áður en dispútázían fór fram. Kjörin voru þau,.
að Þorleifur skyldi hafa að árslaunum 150 sterlingspund
(2700 kr.), eins og Rask hafði verið boðið; laun voru