Skírnir - 01.04.1916, Blaðsíða 25
Skírnir] Um Þorleif Guðmumiason Kepp. 137
(JS. 96, fol.) bréf frá Byrgi Thorlacius til háskólastjórnar-
innar, þar sem hann skýrir þetta mál rækilega. Eftir því
bréfi verður hér farið að mestu í þvi, er sagt er frá
dispútázíu þessari. Annað bréf er og í sama böggli frá
Byrgi Thorlacius til Jens Möllers, og er það prentað sem
fylgiskjal aftan við grein þessa.
Jens Möller hóf andmæli sín á því, að ekkert gagn
væri í ritgerðinni frá upphafi til enda og að hún væri til
óvirðingar háskólanum; þessi ummæli hans voru þeim
mun óvirðulegri í garð heimspekideildarinnar sem bæði
hafði dekanus sett aftan á titilblaðið hina venjulegu klausu:
Dignum censuit facultas philosophica (þ. e. heimspekideild-
in metur ritgerðina verða [varnar]). Þar með var og veitzt
mjög að hinum sérstöku dómendum ritgerðarinnar, þeim
Byrgi Thorlacius og P. E. Muller. Þessi orð Möllers þóttu
og áheyrendum all-ósvífin í þeirra garð. Og Byrgir Thor-
lacius segir í bréfi því, er fyrr getur, til háskólastjórnar-
innar, að æskilegt væri, ef slíkt og þvílíkt kæmi fyrir
framvegis, að rektor háskólans stæði þá upp og segði:
Absit impudentia! (þ. e. burt með alla ósvífni!, orð, sem
mælt er, að rektorinn hafi sagt við Þorleif Repp, síðar í
dispútázíunni).
í annan stað hélt Jens Möller því fram, að svo ill
latína væri á ritgerðinni, að þar væri að finna 600 vill-
ur. Þetta var jafnframt hin svæsnasta árás á Byrgi Thor-
lacius, sjálfan prófessorinn í latínu, sem dæmt hafði rit-
gerðina gilda. Byrgir kveðst og í fyrr nefndu bréfi sínu
munu reyna að vernda sig fyrir slíkum sleggjudómum
framvegis. Hann getur þess þar og, að allir, sem vit hafi
á latínsku máli, játi það, að einmitt nærgætin meðferð lat-
ínunnar ágæti höfundinn og einkenni frá öllum fjölda
þeirra, er á latínu rita, og að í ritgerðinni sé að finna 5
—6 hirðuleysisvillur og fáeinar sérkreddur.
Auk þessa fann Jens Möller að því, hvernig titilblaðið
væri orðað, og enn fremur að tileinkuninni (ritið var til-
einkað Christian Frederik, þá prinzi, síðar konungi) og
útbýtingu eintakanna, sem allt máttu teljast smámunir og.