Skírnir - 01.04.1916, Blaðsíða 14
126
Um Þorleif Guðmundsson Repp.
[Skírnir
mannahafnarháskóla í eðlisfræði; hann lýkur miklu lofs-
orði á þekking og ástundan Þorleifs í vitnisburði, sem enn
er til í skjalabögglum Þorleifs. Eigi reyndist þó Örsted
Þorleifi sem bezt síðar, er Þorleifur átti þungan andróður
við aðra, svo sem enn verður frá sagt. Svo var Þorleif-
ur þá orðinn fróður í lækningum, að hann samdi ritgerð
til úrlausnar vísindalegu verkefni háskólans í læknisfræði,.
er heiðurspeningi háskólans var heitið fyrir, en eigi mun
hann hafa sent þá ritgerð til háskólans. Fyrir kom og
það, að hann var látinn vera respondens, sem kallað var,
eða svaramaður við dispútázíur í læknisfræði — yfirleitt
var Þorleifur talinn skæður andmælandi við dispútázíur
háskólans og varð oft til þess að andmæla doktorsefnum
— og svo segir Byrgir prófessor Torlacius, að við doktors-
dispútázíu í læknisfræði 1821 hafi Þorleifur leyst svo vel.
af hendi þetta starf sitt, að allir þeir, sem vit hafi haft á,
hafi lokið lofsorði á frammistöðu hans.
En eigi lagði Þorleifur stund á læknisfræði lengur en
tvö ár og eigi hugði hann á embættispróf í þeirri grein.
Eftir það sökkti liann sér af kappi niður í heimspeki og
fagurfræði. Árið 1818 var úrlausnarefni fyrir heiðurspen-
ing háskólans í heimspeki þetta: »Exposita notionum,
quas homines vocabulo naturæ exprimere soleant, varie-
tate, eaque, quantum fieri queat, ad unum constantemque
sensum revocata, diligens explicatio detur ideæ hocce
vocabulo insignitæ«. Þorleifur samdi þá ritgerð til úr-
lausnar þessu efni og hlaut heiðurspeninginn eftir dómi
háskólakennaranna næsta ár (1819) með lofsamlegum ummæl-
um. Þessi ritgerð hans var eigi prentuð, en hún var
undirstaða undir ritgerð þeirri, er hann samdi fyrir meist-
aranafnbót, svo sem síðar segir.
Árið 1823 var úrlausnarefni til þess að öðlast heið-
urspening háskólans í fagurfræði á þessa leið: »At under-
söge og med Exempler at oplyse, hvorvidt det er nöd-
vendigt, at et Digt oversættes i samme Versart, hvori det
er skrevet«. Þorleifur samdi enn ritgerð til úrlausnar
þessu verkefni og hlaut enn gullpening háskólans fyrir.