Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1916, Page 24

Skírnir - 01.04.1916, Page 24
136 Um Þorleif Guðmundsson Reppi [Skirnir' af Byrgi Thorlacius andmælandastarfinu,- en Byrgir neit- aði því, og bar það fyrir, að Jens Möller væri guðfræð- ingur, og hæfði þvi ekki, að hann tæki að sér starf, sem málfræðingi bæri, og kvað P. E. Muller ekki heldur geta látið andmælastarf sitt sem heimspekings af hendi við hann af sömu ástæðu. Byrgir benti Jens Möller á það, að honum væri heimilt sem öðrum að andmæla meistara- efninu úr áheyrandasæti sem aukaandmælandi.. En Jens Möller hefir ekki þótzt með því geta náð sér nægilega kröftuglega niðri á Þorleifi. Svo kom,. að Jens Möller varð ásamt Byrgi Thorlacius reglulegur andmælandi við dispútázíuna eða var að minnsta kosti talinn svo af stjórn háskólans, þrátt fyrir andmæli Byrgis Thorlacius, er taldi hann óbæran til þessa starfs í bréfi sínu til háskólastjórn- arinnar eftir á, og dóm hans í þessu efni því mark- lausan. Nú rann upp 6. febrúardagur og hófst þá dispútázían kl. 10 um morguninn og stóð til kL 3 um daginn við- stöðulaust. Magnús konferenzráð Stephensen í Viðey var i Kaupmannahöfn þenna vetur og var viðstaddur, þegar dispútázían fór fram. Hann hefir lýst henni nokkuð í Ferðarollu sinni, sem prentuð er i Sunnanfara, IX. árgangi (sjá bls. 88 og 95). Þar virðist mjög hallað mál- um Þorleifi í óhag, og virðist svo sem Magnús hafi bor- ið kala til Þorleifs; víst er um það að minnsta kosti, að síra Guðmundur, faðir Þorleifs, taldi Magnús óvinveittan sér í bréfi til Þorleifs, dags. þann 15. ágústdag 18181). Fyrir því mun ekki rétt að leggja mikið upp úr né taka mark á þessum dómi Magnúsar. Þar á móti hefi eg ver- ið svo heppinn að finna í handritasafni Jóns Sigurðssonar *) Síra Guðmundur getur þess þar, að hann muni eiga kost á því» að fá sér veitta Garða á Akranesi, og er hikandi, hvort hann eigi að' þiggja þá eða eigi, og segir: „ . . . veit eg þó ekki, hvað eg gerði, ef hið almáttuga islenzka konferenzráð væri ekki vist til að spilla fyrir mér vegna fóstru sinnar og gera mér og eftirkomendum Garðahrauð og hújörð aldeilis óviðtakanlegt.“ — Bréf þetta er að finca í skjalabögglnm Þorleifs.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.