Skírnir - 01.04.1916, Blaðsíða 85
Skirnir]
Hvað verður um arfleifð Islendinga?
197
að heila öld hafi þeir unnið að þessu, þótt mestu hafi;
munað hin síðustu árin. Þessu mega allir fagna, og væri
vel, ef hagur vor hefði blómgast svo vel á öllum sviðum.
Þar er nú á að líta. Eigi er minna vert að gæta fengins
fjár en afla. Vér áttum eigi mikið, þegar einokunar-
krumlan réttist upp. Hún hafði tekið alt, sem tækt var.
Þó var til eign, sem hún náði ekki. Þá eign nefni eg
arf íslendinga.
Hver er nú þá sá arfur? munuð þér spyrja. En eigi
þarf þó þar mörgum blöðum um að fletta, því að það er
alkunna, enda nefndi eg hann í upphafi máls míns: tung-
una og hinar fornu bókmentir vorar. Þessu sinni mun
eg að eins tala um hinn síðastnefnda hluta arfleifðarinnar.
Engin þjóð á Norðurlöndum hetir fengið slíkan bók-
mentaarf sem vér. Og það veit eg, að hver hinna þjóð-
anna sem væri, mundi gefa fyrir arf vorn, tunguna og bók-
mentirnar, hundruð miljóna af krónum, ef slíkt fengist
fyrir fé. Er þar fyrst á að ininnast kviðurnar í hinni
eldri eddu eða Sæmundareddu. Þar fylgist alt að, fegurð
málsins og aflmikil orðsnild og gagnorð, hugnæmt efnir
sem er gullnáma þeirra manna, er fræðast vilja um hug
og háttu hinna fornu þjóða, feðra vorra og frændþjóða
þeirra, og frábær meðferð þess. Má hér minna á Sigurðar-
kviðurnar, Helgakviðurnar, Völundarkviðu o. fl.
Munu flestir kannast eitthvað við þær kviðurnarr
sem eg nefndi fyrstar, enda líður engum úr minni þessi
lýsing, sem heyrt hefir:
Svá bar Helgi
af hildingum
sem ítrskapaðr
askr af þyrni,
eða dýrkálfr
döggu slunginn,
sá er öfri ferr
öllum dýrum,
en horn glóa
við himin sjálfan.