Skírnir - 01.04.1916, Page 70
182
Þegnskylduvinna.
[Skírnir
Ef nokkrir þeir líklegustu þessara manna væru kost-
aðir til verklegs náms á góðum erlendum búnaðarskólum
og gegndu auk þess landvarnarskyldu, þar sem hagkvæm-
ast þætti í ’/a—1 ár, þá myndu vel hæfir menn fást til
starfans. En menn með þessari mentun þurfum við nauð-
synlega að fá, hvort sem um þegnskylduvinnu er að ræða
eða ekki. Ijánist þetta ekki, þá verður í byrjun að fá
vel valda erlenda menn, er stæðu fyrir allsherjar þegn-
skylduvinnuskóla hér á landi, er kendi verkstjórn og þau
störf, er gera mætti ráð fyrir, að unnin yrðu í þegnskyldu-
vinnunni. Sumum mun virðast það læging fyrir oss, að
sækja menn til útlanda, en það er það alls eigi. Það er
heiður vor að fara þær beinustu og beztu leiðir, er til
framfara liggja. Einnig má líta til þess, að flest það,
sem myndarlegast er hjá oss í verklega átt, hvort sem er
til lands eða sjávar, þá hefir kunnáttan á því verið sótt
til annarra landa. Er það engin hneisa fyrir oss, því að
altítt er, að þjóðirnar læri hver af annara reynslu, það
er að segja, ef þær vilja nokkuð læra, en daga eigi uppi
sem nátttröll af þekkingardrambi og spiltum skoðunum.
Ekki er það heldur einsdæmi, að miklu sé kostað til að
kenna mönnum verkstjórn og stjórnsemi, eða halda and-
mælendur þegnskylduvinnunnar, að þeir tugir þúsunda, er
Þjóðverjar hafa af góðum verkstjórum og herforingjum,
hafi sprottið upp með grasinu, án náms og kostnaðar?
Einkennilegast af öllu verður þó að álíta, að sömu
mennirnir, er halda því fram, að við höfum enga hæfa
verkstjóra og á því verði engar bætur ráðnar, reyna þó
að hamra það blákalt fram, að oss sé í engu áfátt með
stundvísi, hlýðni, stjórnsemi og verklega kunnáttu. Svona
gersamlegar mótsagnir virðist mætti telja vægast sagt
meiningarlaust og hugsunarlaust blaður eða orðagjálfur.
í ritgerð minni i Andvara 1908 taldi eg sjálfsagt, að
i byrjuninni væri útboðið til þegnskylduvinnunnar frjálst,
en eigi lögboðið, meðan vanta kynni næga og góða kenslu-
krafta og vel hæfa verkstjóra; og enn fremur meðan verið
væri að leita eftir hinu hagkvæmasta fyrirkomulagi við