Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1916, Blaðsíða 64

Skírnir - 01.04.1916, Blaðsíða 64
i76 Þegnskylduvinna. [Skírnir JHann segir: »Það er nógu gaman, að árið 1910, eða 7 árum eftir að Hermann Jónasson flutti tillöguna um þegn- skylduvinnu á Alþingi íslendinga, ritaði hinn ágæti ame- ríski heimspekingur William James grein, sem heitir »Moral equivalent of war«. Hún er um það, hvað koma ætti í stað hermenskunnar, til að varðveita með þjóðun- um þær dygðir, sem herþjónustan hefir alið: hugprýði, harðfengi, fórnfýsi og hlýðni, en þær telur James klett- inn, sem ríkin verði á að standa. Og ráðið til að halda þessum dygðum við, þegar herskapurinn hverfur, heldur hann að sé — þegnskylduvinna. James segir meðal annars: »Það er engin ástæða til að gremjast yflr þvi, að lífið er hart, að menn verða að strita og þola sársauka. Hnetti vorum er nú einu sinni svo háttað, og vér getum þolað það. En að svo margir menn, fyrir það eitt, hvernig fæðing þeirra og aðstaða hefir atvikast, skuli neyddir til að lifa lifi, sem er ekkert annað en strit og stríð og harðrétti og læging, skuli e n g a frístund hafa, þar sem aðrir, engu rétthærri frá náttúrunnar hendi, fá aldrei að smakka minstu vitund af þessu lífsstríði, — það getur vakið gremju í hugsandi sálum. Ef til vill fer svo að lokum, að oss þykir öllum skömm að þvi, að sumir af oss hafi ekkert nema stríðið eitt, og aðrir ekkert annað en dáðlaust hóglífi. Ef nú — og þarna kemur hugsun mín — í stað útboðsins til herþjón- ustu kæmi það, að öllum æskulýðnum væri boðið út til að vera um nokkur ár i þeim her, sem stefnt er gegn náttúrunni, þá myndi þetta óréttlæti fara að jafnast og margt annað gott af þessu leiða fyrir þjóðfélagið. Hugsjónir hermenskunnar, hugrekkið og aginn, mundu á æskuárunum ganga inn í hold og blóð þjóðarinnar; eng- inn mundi verða blindur, eins og óhófsstéttirnar eru nú blindar, fyrir sambandi mannanna við hnöttinn, sem þeir lifa á, og fyrir því, hve grundvöllurinn undir æðra lífi þeirra er altaf súr og harður. Hinir hraustu æskumenn vorir mundu þyrpast til kolanáma og járnnáma, til vöru- lesta, til fiskiflota í desember, til diskaþvottar, fataþvottar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.