Skírnir - 01.04.1916, Page 56
168
Þegnskylduvinna.
[Skírnir
að það verði giftudrýgra fyrir þjóðarlieildina, og að með'
framtíðinni verði það blessunarríkara fyrir landið.
Engir hér á landi hafa jafn lengi og stöðugt haft
þetta málefni til meðferðar sem »Ungmennafélög íslands«.
Hefir mikill meiri hluti félagsmanna verið því fastlega
fylgjandi. Blað þeirra, »Skinfaxi«, hefir og stöðugt stutt
málið, og á síðastliðnu vori skrifar Sigurður magister
Guðmundsson mjög ljósar og skynsamar greinar um það.
Mér hefir stöðugt virst, að skoðanir »Ungmennafélaganna«
um það, hvert markmið þegnskylduvinnunnar ætti að
vera, féllu að mestu saman við þær skoðanir, sem eg hefi
haft á því frá öndverðu. Tel eg því víst, að það væri
mikill vonarsviftir fyrir ungmenni landsins, ef þegnskyld-
an ætti einungis að vera vinnuskattur á þau, þótt eg
viti, að margir vilji fúslega offra þriggja mánaða vinnu
sinni fyrir ættjörðina, við störf, er nauðsynlega þurfa að
framkvæmast hið a 11 r a fyrsta.
En skyldi svo fara, að við þegnskylduvinnuna værieink-
um lögð áherzla á það, að hún]væri vinnuskattur, þá mætti
það þó eigi bregðast, að þeirri hugsjón væri fylgt, að dag-
leg vinna stæði aðeins yfir í 8 stundir. »Áherzla einkum
lögð á reglubundna stjórn og lipra tilsögn, hagkvæm
verkfæri, rétt handtök, góða ástundun og hæfilegan rösk-
leika.
»Til líkamsæfinga gangi tvær stundir daglega.
Til hreinlætis og þjónustubragða gangi ein stund, undír
nánu eftirliti og tilsögn kennara.
Til fyrirlestra og umræðu um það, sem kent er, gangl
ein stund. Áherzla einkum lögð á aflfræði, útskýring á
verkfærum, um þrifnað og aðra háttsemi.
Til borðhalds og frjálsra afnota gangi 4 stundir.
Svefn 8 stundir*1).
En þótt þessu væri fylgt við þegnskylduvinnuna, þá
má samt óttast, að margir gengju nauðugir til hennar, ef
') Það sem hér er innan tilvitnunarmerkja, er tekið úr Andvara-
ritgerð minni J908 nm þegnskylduvinnu.