Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Blaðsíða 8
10
þingi. oc þing lavsna dag* *1). — Auk þess átti lögréttan að fara út
»a vallt þess i mille er logsogo maðr vill. eða meire lutr manna (þ.
e. goðanna). oc i huert sín er menn vilia ryðia logrétto®1), en þá
mátti ryðja lögréttu til, ef menn greindi á um lög og skrárnar (lög-
bækurnar)2) skáru eigi úr8). — Alt öðru máli er að gegna um dóm-
ana, þeir sátu einmitt síðari hluta dags og um nætur sem síðar
skal sagt.
Síðari hluta dags munu menn einkum hafa skemt sér á ýmsan
hátt, etið og drukkið, hlýtt á sögur, framið ýmsa leika og horft á
þá, gengið um og skoðað hinn merkilega og fagra þingstað, hitt
kunningjana og kynst nýjum, rætt um atburði þingsins og heima i.
héraði, hlýtt á við dómana, þegar þeir voru úti til ruðningar eða
sóknar, og fengist við sakir sínar þar, þeir sem með þær fóru eða
riðnir voru á einhvern hátt við málaferli, aflað sér liðveizlu o. s. frv.
Næsta dag, laugardaginn í 11 viku sumars, hafa menn sjálf-
sagt gengið til lögbergs fyrri hluta dags, eða svo sem venja var til,
liklega um dagmál. Mun lögsögumaður þá ekki hafa sagt lög upp,
því að á öðru lá meira þann dag, nefnilega lýsa sökum þeim er til
fjórðungsdóma skyldi lýsa og ef menn vildu lýsa um tíundarmál4). —
Lögsögu mátti fresta.
Þennan dag, laugardaginn, átti og sú stórmerka athöfn að fara
fram, að dómar fóru út til ruðningar. Lögsögumaður hafði skýrt
frá því í uppsögu þingskapanna daginn áður, tvisvar, eftir því sem
þau eru nú skráð i Grágás; segir fyrst svo í 20. kap.6): »Domar
scolo vt fara þvatt dag oc vera vti til hrvþningar. vnz sol kemr
a þing voll. drottins dag«. En í 24. kap.6) segir gjör um þessa at-
höfn og hún nefnd í yfirskrift kapítulans lögbergsganga: »Ver
scolom fara til logbergs a morgin. oc fora doma vt. til hrvþningar
sva it siþarsta at sol se a gia hamri. envm vestra. or logsogv manz
rými til at siá. a logbergi. Laugsogv maþr scal fyrstr vt ganga. ef
hann hefir heilindi til. þa eigv goþar at ganga með domendr sina.
ef þeim er meina laust. ella scal hverr þeirra. geta maN fyrir sik.
þa scal goþi setia niþr domanda sín. oc scal hvers þeirra forrað
iafn rett er þa er til tekÍN. Logsogv maþr scal raþa oc at queþa.
hvar hvergi domr scal sitia. oc scal logsogv maþr lata hringia til
*) Lögrþ., Kb. I. 212. bls.
*) Ibid. 213. bls.
s) Um alt hér að lútandi sjá lögrþ., Kb. I. 212,— 213. bls.
*) Þingskþ. 21. k„ Kb. I. 39.-40. bls.
s) Kb. I. 39. bls.
s) Kb. I. 45. bls.