Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Blaðsíða 11
13
lega á völlunurn fyrir norðan ána og austan; nægir að vísa til áð-
urneínds rits Kr. Kálunds um það, þó að sumt, sem þar segir,
geti að vísu verið ágreiningsatriði. í lögbergsgöngunni hafa menn
því orðið að fara yfir öxará. Það er nú öldungis víst, að brú var á
ánni i fornöld; er hún víða nefnd i sögum, og sést enn votta fyrir
hvar hún var. Líklegt er að hún hafi verið allbreið og ramgjör, en
þó að svo hafi verið, er vafasamt hvort hún hafi jafnan verið notuð
við lögbergsgönguna. Síðustu orðin í 20. kap. þingskþ.1) benda á,
að farið hafi verið yfir ána í kvislunum og gengið yfirl hólmann, svo
sem ætíð var gert síðar á öldum eftir að brúin var af. Ain er venju-
lega mjög lítil um það leyti er þingið var, þó er það óhugsanlegt,
að nokkrar stillur2) hafi getað komið að nokkuru verulegu gagni þar
fyrir svo mikinn mannfjölda, sem verið hefir í lögbergsgöngunum.
Það virðist enginn ástæða til að ætla að verið hafi oftar lögbergs-
ganga en einu sinni á hverju alþingi. Kálund2) og Vilhj. Finsen3)
kalla dómaútfærslu til sóknar »procession« og má að vísu svo að
orði kveða, þar sem lögsögumaður og goðar allir gengu þá aftur frá
Lögbergi með dómendur sína, og svo þeir menn er með sakir fóru
og hver þeirra mátti hafa 10 menn með sér4), hefir þetta því getað
orðið stór flokkur, þótt hann væri takmarkaður. Þessi athöfn er i
Grágás nefnd dóma-útfœrsla, en hvergi Jögbergsganga; skal vikið
síðar að henni aftur.
í kap. um lögbergsgönguna, sem áður var tilfærður, eru enn-
fremur sérstaklega athugavei ð hér oiðin: »sva it siþarsta at sol se
a gia hamri. envm vestra. o. s. frv.«, ákvæðið um hvenær lagt
skyldi af stað frá Lögbergi. Til samanburðar verður að tilfæra hér
orð úr 28. kap þingskþ.j): »Domar scolo fara ut þan dag er meN
queða á. oc eigi sidaB eN sol komr a gia backa ín hæra fra logbergi.
or logsogv manz rumi at sia«, og í samræmi við það er sama tíma-
takmark ákveðið í næsta kap. fyrir þá er sakir hafa að sækja, ef
þeir koma eigi út með dómunum, »þa er sol er komin a giá bacca
ín uestra. or logsogu manz rumi at sia« þá verða þeir sekir um það
3 mörkum; á því er enginn vafi að gjábakki hinn hærri er sama
sem gjábakki hinn vestri; um það munu ekki heldur hafa orðið skift-
ar skoðanir. Þegar nú þessi ákvæði um tímatakmarkið eru borin
saman við áður greint ákvæði í kap. um lögbergsgönguna sést að
munurinn er enginn nema að þar stendur, »a gia hamri envm vestra«,
‘) Kb. I., 31. bls.; kap. endar í miðri setningu og er niðurlagið alveg glatað.
*) 1. B. I. 111. bls.
s) Inst. 24'. bls.
*) Þingskþ. 28. kap., Kb. I., 52.-53. bls.