Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Blaðsíða 59
61
Ketilsson úr Ásum og iieiri brennumenn féllu fyrir Kára Sólmundar-
syni 1013, og sagt er frá í Njálu. Hafði Ketill úr Mörk skilið þar
við þessa félaga sína, og riðið fram í Meðalland við áttunda rnann.
Eptir vígin sneri Kári og Björn í Mörk ofan með Skaptá, þar til er
áin féll sum í austur, en sum í landsuður, sem hefir verið skamt
frá Skál. Sneru þeir þá ofan með miðkvíslinni, og léttu eigi fyrri
en þeir komu í Meðalland, og á mýri þá, er Kringlumyri heitir
(Njála, Kh. 1875, kap. 151 15-19). Þar var þá hraun alt, umhvertis,
sama hraunið, sem enn er, því að Skaptárhraunin 1783 komust aldrei
svo langt fram, að þau rynni yfir þenna stað. Eptir uppdrætti sira
Sæmundar Hólms, sem fylgir riti hans um Skaptáreldinn, og prentað
er í Khöfn 1784, þeim er sýnir héraðið eins og það var fyrir Skaptár-
eld, er auðsætt, að þeir Kári hafi ekki farið niður með Landá, sem
rann í Kúðafljót fyrir austan Leiðvöll ofan um Arnargljúfur, — sem
enn sér ljóslega merki til, meðal annars fossfar mikið með djúpu
hyljarfari í grjótinu, — heldur hafi þeir farið niður með kvísl þeirri,
er Sæmundur nefnir Melkvísl, og rann milli Botna, Hólma og Hólma-
sels í Fjótsbntninn, þar sem upptök voru Fljóts l Meðallandi, er síðan
Skaptáreld hefir verið kallað Eldvatn í Meðallandi. Með því að fara
svo austarlega niður hafa þeir þózt öruggir um að komast fyrir þá
Ketil, að ekki væri þeir farnir austur um. Síðan hafa þeir Kári
snúið suðvestur með hraunbrúninni, alt þar til þeir komu á Kringlu-
mýri, og mun alfaravegur hafa legið um hana. Þar var veiðivatn,
sem Kringla hét. Austan mýrarinnar rann á sú, er Höfðakvísl hét,
og kom utan úr svo nefndu Breiðalækjargljúfri, en rann síðan aust-
ur hjá Langholti og Lyngum, og kallaðist þá Lyngakvísl, og féll í
Strandarholtsós. Eptir uppdrætti Sæmundar prests hefir Kringlumýri
verið í Hraunslandi fyrir neðan hraunbrúnina austur frá Hrauni.
Mýrina segja kunnugir menn nú komna í leiru, og Kringluvatn er
víst fyrir mart laungu fylt af sandi.
Njála (kap. 151) greinir ljóslega frá því, hverir féllu fyrir Kára
við Kringlumýri. Það voru þrír menn: þeir Vébrandur og Asbrand-
ur Þorbrandssynir, — sem eru lítt kunnir, — og Glúmur Hildisson,
sem var fremstur allra brennumanna, annar en Flosi, og Flosa hinn
handgeingnasti. Getur hans víða í Njálu. Hann var sonur Hildis
hins gamla í Borgarhöfn, og er Glúmur talinn með höfðingjum í liði
Flosa. Það var Glúmur, sem kveikti í á Bergþórshvoli. Það var
hann, sem gekk upp á skálagaflhlaðið með Flosa eptir brennuna og
spurði, hvort Skarphéðinn mundi nú lífs. Það var hann, sem tók
um hendur Ásgríms Elliðagrímssonar, þegar hann ætlaði að keyra
öxina i höfuð Flosa, þegar Flosi heimsótti hann í Tungu honum tii