Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Blaðsíða 63
Liómsstaðir.
Hamarsheiðarfjall í Gnúpverjahrepp er að innanverðu aðskilið
frá næstu fjöllum af djúpu gili, sem heitir Lómstaöagil. (Það er nefnt
Lómsstaðalækur í ísl. Fornbréfasafni III., bls. 380). Nafnið bendir
á, að gilið hafi verið lcent við bæ, er hafi heitið Lómsstaðir. Um
það hefi eg lengi þózt sannfærður. En engin sögn er til um þann
bæ og ekkert örnefni, annað en gilið, bendir á hann. Og varla mátti
líklegt heita að rúst hans sæist, þar eð kunnugir menn höfðu aldrei
rekið sig á hana. Anuað hvort hlaut hún að vera horfin, — hröpuð
í gil, — eða þá mjög óglögg. Samt tók eg fyrir mig haustið
1909 að leita hennar. Og eg þóttist finna hana hjá upptökum gils-
ins. En óglögg er hún, og eg furða mig ekki á, þó hún dyldist þeim,
sem óvanir eru að athuga þesskonar.
Efst myndast gilið af tveimur minni giljum, sem koma saman,
og er há grastorfa milli þeirra. Ofantil á henni er brött brekka,
enneðantil hallar bæði niður af henni og útaf henni til beggja hliða.
Þar, sem hún er brött ust, er rústin undir brekkunni mót suðri. Hún
er 9 fðm. löng frá austri til vesturs og um 21/, fðm. breið. Dyr eru
á suðurhliðveggnuni svo sem 6 fðm. frá vesturenda. Austan við þær
vottar fyrir miðgafli. Vestur hlutinn liggur svo fast upp að brekk
unni, að bakveggurinn verður þar ekki greindur frá henni. Er næst-
um líklegt, að sá hluti hússins hafi verið grafinn inn í brekkuna.
Ekki er þar aðrar tófiir að sjá. Hafi þær nokkrar verið, þá hafa
þær brotnað af og fal lið í annaðhvort gilið, því bæði hafa þau brotið
af hliðum torfunnar. Ekki litur út fyrir, að þessi tóft hafi oft verið
endurbygð. Mun býlið hafa lagst snemma í eyði. Enda hefir þar
verið vetrarríki mikið en slægjur litlar.
Br. J.
9