Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Blaðsíða 65
67
akamt framar fann eg 2 brot af leggjum, aitt á hvorum stað, aem
ajá mátti að voru af mannsleggjum. Skamt frá rústinni eru bæði
grjótbungur og garðlög á fleirum en einum stað, og hafa þar verið
allmiklar byggingar. Vatnsbólið hefir verið lækur, sem runnið hefir
i Rangá rétt fyrir austan bæinn. Sér þar glögt farveg hans með
vatnsnúnum klöppum og virðist hann ekki hafa verið alllítill. Hann
hefir komið beint úr vestri, frá hárri hraunbrún, sem þar verður.
Þó hefir hann ekki komið upp undan henni, að minsta kosti ekki
allur, því farvegurinn liggur innan með henni frá því á móts við
yngra Merkihvol. Virðast upptök lækjarins hafa verið þar nálægt,
og hefir sá bærinn þá haft þar vatnsból. Sandfok eða jarðskjálfti
hefir þurkað lækinn. Er stutt bæjarleið milli gamla og yngra Merki-
hvols. Engar fornar byggingaleifar sjást hjá yngra Merkihvoli. Mun
þar engin bygð hafa verið (hjáleiga e. a.) fyr enn bærinn var færð-
ur þangað. En byggingarleifar eru á nokkrum stöðum í hraunbrún-
inni, sem fyr er getið og er ekki annað liklegra, en að þar hafi
verið býli. Það hefir þá verið Merkihvols kirkjusóknin, ef um kirkju-
sókn hefir verið að ræða.
Það er merkilegt, að á þessu svæði hefir uppblásturinn fært sig
framanfrá inneftir, gagnstætt venju. En skilja má það: í norðan-
áttum stendur harður strengur fram fyrir vestan Búrfell og stefnir
á þetta svæði. Gangi áttin til útnorðurs, sem oft ber við, færist
vindstaðan austar. Og það hefir hér grandað. Enn er eftir óblásin
torfa eigi all lítil inn frá yngra Merkihvoli. Er þar skógur og í góðri
framför.
Br. J.
9*