Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Blaðsíða 38
40
að Leo páfl III. hafi borið hana er hann vígði frúarkirkju í Aachen
801 ; en að dómi lærðra manna er kápa þessi vist ekki 600 ára. Á
henni hanga neðst við jaðarinn — og svo er raunar á fleiri fornum
kórkápum — 100 silfurbjöllur, er klingja þegar gengið er í káp-
unni, og að öðru leyti er á henni mikið og skrautlegt verk. — I
dómkirkjunni í Anagníu á Italíu er merkileg kórkápa og sögð, lík-
lega með sannindum, vera gjöf frá Bonifaciusi páfa VIII., sem dó
1303. — I dómkirkjunni í Halberstadt. Danzig, Bern og Xanten eru
til margar kórkápur frá 15. öld, og víðar eru þær til svo gamlar;
þær eru flestar með silkikögri neðst, skúfi í skildinum á bakinu og
hnappur á efst; skjöldurinn sjálfur gengur saman í oddboga neðst
og hangir þar skúfurinn niður úr. Borðarnir eða hlöðin (aurifrisiae,
gullhlöðin) framan á kápum þessum frá 15. öldinni eru hér um bil
þverhandar breið, með ýmsum skrautlega saumuðum uppdráttum,
stöku sinnum með heilagra manna myndum, en þær verða einmitt
algengari á borðanum í lok aldarinnar og byrjun hinnar 16., og þá
er, eins og áður var sagt, farið að hafa borðana breiðari og skjöld-
inn sömuleiðis1).
2. Um Tcantarcikápur á lslandi.
Hér á Islandi eru nú svo kunnugt sé engar fornar kantarakáp-
ur eða kórkápur, nema sú ein, sem hér verður um að ræða: bisk-
upskápan gamla. Þekkingu vora um kantarakápur hér á landi
fyrrum höfum vér aðallega úr hinum fornu kirkjumáldögum og öðr-
um skrám um eignir kirkna hér á landi, sem enn eru til frá 13.
(fáar), 14., 15. og 16 öld. I máldögum þessum, sem eru mjög stutt-
orðir og sleppa venjulega öllum lýsingum á kirkjugripunum, er mjög
víða getið um kantarakápur og eru þær oft að eins nefndar kápur.
Nafnið kórkápa er alls ekki haft fyr en á síðari hluta 15. aldar og
þó sjaldan: 1461 eru taldar 2 kórkápur á Hólum í Eyjaflrði (D. I.
V. 309) og 1 á Hrafnagili (D. I. V. 316), 1489 er 1 í Múla í Aðal-
dal (D. I. VI. 688), 1491 er ein í Steinum (D. I. VII. 39) og 1503
eru 2 í Reykholti (D. I. VII. 666); þetta heiti á Kantarakápum hefir
því að líkindum borist inn í málið á 15. öldinni.
í elztu máldögum vorum, frá 13. öldinni, eru nefndar þessar
kantarakápur: Á Skarði á Skarðsströnd 1259 »pellz kantara kapa
oc onnur af fuztani« (D. I. I. 597; sbr. II. 117 og 635); í Haukadal
1269 »V. cantara capúr« (D. I. II. 62; sbr. 668; árið 1331 enn 5);
■) Bock, Fr.: Geschichte der liturgischen Geyander des Mittelalters, Bonn 1859—
71, II., 287. bls. o. s. frv.