Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 79

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 79
8i 6019. 6020. 6021. 6022 6023. 6024. 6025. 6026. 27/6 Blýhringur lítill, þverm. 1,1 sm. Nr. 6017—19 eru að líkindum fundin á Austasta-Revð- arvatni eða í Kongshól, eyðibýli, sem blásið hefir upp skamt frá Yzta-Reyðarvatni. — öll þessi síðasttöldu 20 nr. höfðu komið til safnsins fyrir allmörgum árum, en ekki verið skrásett meðal gripa þess fyr en nú; sama er að segja um næsta nr. — Járnmél stakt með hring; lengd mélsins 9,5(!) sm., þverm. hringsins 4,5 sm. — Fundið við Rangá þar sem þeir Gunnar börðust (sbr. nr. 2447). Húfa úr bronzi, lítil, ávöl, þverm. 1—1,1 sm., skákrossar á hliðum og enda. Trjáleifar (af skafti á hníf?) eru innan í. Fundin við Knafahóla. — Hamól úr sútuðu leðri, 1. 33 sm., br. 10,5 sm., með eir- hringjum og móttökum í. — Frá Þingnesi í Borgarfirði. 5/7 Brot úr altaristöflu allmörg; taflan hefir öll verið úr eik, oliumálað spjald í urngerð, sem hefir verið um 93 sm. að hæð, en stærð spjaldsins 59X45 sm. A spjaldið hefir verið máluð krossfestingin, Kristur á krossinum, Maria móðir hans við hægri hlið honum, en Jóhannes poBtuli við hina vinstri. Spjaldið hefir verið límt saman úr þrem fjölum og vantar nú miðfjölina. Umgerðin er í »barok«-stíl, útskornar súlur til beggja handa; á efri þverfjöl stendur A N N O 1644, en á hinni neðri tvær ritningargreinir á dönsku. — Frá Stafafellskirkju. — Hökulkross forn, st. 84X42 sm.; br. álmanna 14 og 13 sm. Hann er saumaður í gotn. stíl, varla yngri en frá 15. öld., saumaður með silki og gullsnúnum þræði. A honum er hin heilaga þrenning: Kristur á krossinum, þar fyrir ofan heilagur andi í dúfulíki, og efst guð faðir. Krossinn er nú orðinn örslitinn og stórskemdur. — Frá sömu kirkju. 9/7 Hökull úr blágrænu silkifluéli með tvölföldum silfur- vírsborðakrossi og silfurvírsknipplingum fram með jöðr- unum, fóðraður með bláu hörlérefti, bneptur á vinstri öxl; orðinn gamallegur og melétinn. — Frá Hólakirkju í Hjaltadal. — Hökull úr gulbrúnu silkifluéli með rósrauðum og hvít- um rósum, fóðraður með íslenzkum einskeftuvefnaði mó- gráum úr ull; kross úr tvöföldum borða, köflóttum og bekkjóttum, og er ofið i hann silki og gullnum þræði. 11

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.