Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Blaðsíða 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Blaðsíða 31
33 ákvæði: »Þat er oc scyllt þeim monnom öllom er lögretto seto eigo at fylla up sögo avalt. er logsogo maðr vill lög up segia. hvart sem þat er at logbergi eða ilögrétto oc þott i kirkio se. ef veðr er osuást ute«. Venjulega mun lögsögumaður hafa sagt upp lögin á Lögbergi, setið þar í lögsögumannsrúmi, sbr. lögsmþ. og lögrþ., og þeir menn aðrir setið þar með honum, er hann skipaði þar í setur. A ofangreindu ákvæði í lögrþ. sést að hann heíir og haft uppsögn laga í lögréttu, og er það víst að skilja svo sem það gæti komið fyrir hvenær sem honum þóknaðist utan hennar lögákveðnu funda; lögréttumaður mátti jafnan er hann vildi kalla lögréttumenn til fundar í lögréttu, hvort heldur það var til að hlýða á uppsögn eða gera ákvæði, samkvæmt lögrþ. — Ennfremur sést á framangr. ákvæði, að lögsaga heflr farið fram í þingmannakirkjunni, ef óveður var, og má ætla að stormar eða regn hafl oft hindrað lögréttumenn í fundarhaldi og frá uppsögn undir berum himni. Svo sem ráða má af því er nú var sagt, heflr lögréttan getað haft og að líkindum oft haft fundi þessa 3 daga, fimtudag, föstudag og laugardag; segir i lögrþ. »at lögretta scal ut fara drottins daga báða iþingi. oc þinglavsna dag oc avallt þess i mille er logsogo maðr vill. eða meire lutr manna1). oc i huert sín er menn vilia ryðia logrétto« (nefnilega þess utan), en það hefir oft getað komið fyrir, einkutn er einhver, sem átti ekki sæti i lögréttu, vildi koma til veg- ar nýjum lögum; hér að lútandi ákvæði á lögrþ. er svo: »Nu þræta menn vm lögmal. oc má þa ryðia logrétto til. ef eigi scera scrár ór. En sva scal at því fara at beiða með vatta goða alla at lögbergi oc lögsogo maN at þeir gange ilögrétto oc isetor sínar at greiða logmal þetta sva sem heþan fra scal vera. beiðe ec logbeiðing. scal sa queða er reyna vill«. Næsti dagur eftir þá þrjá, er nú var talað um, var drottins dagr hinn síðari í þingi, suunudagurinn i 12. viku sumars. Þann dag átti lögréttan samkvæmt fyrgreindu ákvæði í lögrþ. að fara út. Þennan dag munu menn einkum hafa beðið mönnum þar sýknu leyfa »oc satta leyfa þeirra allra er einca lofs scal at beiða. oc margra lofa aNara. sva sem tínt er ilogom«. — »Huerr maðr þeirra er lögrétto seto á. scal gera aNattueoia um leyfe huert iata eða níta. útlagr er hann ella iii. morcom«, en »þat scal allt metaz sva ilog- rétto sem lofat se er engi maðr neitir sa er logrétto seto á. enda vere engi lyrite fyrir utan lögrétto^). Má af þessu ætla að ekki hafi mörg leyfi eða undanþágur náð fram að ganga. Við lagauppsögn ‘) Þ. e. þeirra 50 sem lögréttusetu eiga 4 miðpalli. ’) Lögrþ., Kb. I., 212.—213. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.