Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Blaðsíða 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Blaðsíða 36
38 stað sérstök og laus kollhetta (pileus) og síðar á öldum prestahúfa (birrettum) eins og áður var sagt. Þó hvarf ekki hettan af kápun- um algjörlega heldur breyttist hún í lítinn þríhyrndan skjöld, er var áfastur við hálsmálið og lá niður á bakið. Eru kórkápur frá 13. og 14. öld auðkennilegar af þessum skildi. Var hann með ýmsu móti skrautlega útsaumaður og á kápum frá 15. öld er venjulega marg- víslega litur silkiskúfur neðan í honum, og var oft í efri enda skúfs- ins mjög skrautlegur hnappur (pomellum), eða kúla, hol að innan. Altítt er á kápum á 13. og 14. öld að hafa smábjöllur hangandi neðst umhverfis, en á kápum frá 15. öld er venjulegra að sé silki- kögur neðst; en er málaralistin tók að blómgast svo mjög í byrjun 16. aldarinnar fóru að tíðkast saummyndir á messufötum, silkimál- verk, gjörð með saumnálinni og silki- og gullþræði. Voru listamenn fengnir til að draga upp myndirnar, gjöra frummyndir og segja fyrir um hversu sauma skyldi. Var nú og farið að hafa slíkar myndir, einkum af Kristi og guðsmóður og öðrum dýrlingum, á borð- unum eða hlaðinu á boðöngunum beggja vegna, og voru nú borð- arnir hafðir breiðari en verið hafði áður. Á 16. öldinni urðu borð- arnir stundum 10—11 þuml. að breidd, en áður hafði ekki verið venjan að hafa þá breiðari en 5—6 þuml. Áður hafði verið venjan að hafa dýrlingana hvorn fyrir sig, einstaka og með súlum til beggja hliða og bogahvelfingum yfir, alt saumað með flatsaum, en nú var farið að hafa héila hópa af dýrlingum saman, myndflokka, á borð- unum að framan; voru og sýnd ýms atriði úr æfisögu Krists eða Maríu meyjar, alt gert með nálinni með hinni mestu list, veruleg »nálarmálverk«. En um leið og borðarnir breikkuðu, stækkuðu skildirnir á bakinu, og voru á þá saumaðir myndflokkar oft og eiuatt. Skildirnir voru nú hafðir bogamyndaðir að neðan og stund- um afarstórir; á 14. og 15 öldinni voru þeir aldrei hafðir lengri en 12—14 þuml., en nú á 16. öldinni 18—20 þuml. og jafnvel enn stærri á 17. öldinni, og breiðir að sama skapi. — Skúfar með skraut- hnöppum voru hafðir neðan í skjöldunum eftir sera áður, eins og fyr var sagt, einkum á Þýzkalandi, Hollandi og Belgiu, en á Ítalíu hefir sá siður smám saman lagst niður. — Kórkápur voru einnig um lok 15. og byrjun 16. aldar víða hafðar mjög síðar, jafnvel drag- síðar, einkum biskupanna, og urðu þeir þá jafnan í skrúðgöngum að hafa sveina (caudatorii) til að halda kápunni frá götunni. Kórkápur voru því oft mjög dýrmæt listaverk. Margir helztu menn presta- stéttarinnar, biskupar og aðrir, keyptu sér slíkar kórkápur sjálfir til eiginlegrar eignar og báru þær á hátíðum og við hinar helztu guðs- þjónustur; létu þeir sauma á þær ættarmerki sitt og skreyta með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.