Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Blaðsíða 43

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Blaðsíða 43
45 borðarnir rauðleitu eins og áður var sagt. Þar sern engla- og dýr- lingamyndir og þeirra einkunnir eru á útsaumnum eru þær saum- aðar á sérstaka áfestinga úr lérefti og striga, og áfestingarnir saum- aðir síðan ofan á. Við þetta koma myndirnar betur fram, verða eðlilegri og myndast meiri dýpt í þær. Hver borði skiftist í 3 jafn- stóra kafla og myndar hver þeirra sérstaka heild fyrir sig, mynd dýrlingsins með einkennum hans. Eru 3 kvendýrlingar á hægra barmi og 3 karldýrlingar á hinum vinstra. Grunnarnir undir mynd- unum eða á bak við þær eru gullsaumaðir, gólf er undir fótum þeirra saumað með silkiþræði með ýmsum lit og skiftist í margs konar reiti og tigla. Uppi yfir hverri mynd er silkisaumuð hvelf- ing, gul yfir efstu og neðstu mynd á hægra borða og miðmyndinni á vinstra borða, en blá uppi yfir efstu og neðstu mynd á vinstra borða og miðmynd á hægra borða. Hver mynd sést standandi í eins konar súlnahliði, súlur beggja vegna við myndina og hvíla á þeim sperruverk eða bogar; eru súlnahliðin saumuð með bláu silki þar sem hvelfingarnar eru gular, en rauðar þar sem þær eru bláar. Efst af hinum heilögu konum á hægra borðanum er Anna hin helga; hún er i grænum kyrtli og með rauða skykkju. Er hún auð- þekt af því, að hún ber mynd Maríu meyjar, dóttur sinnar, á vinstra handlegg, og er mynd Maríu svo sem af litlu barni í samanburði við önnu; María hefir kórónu á höfði (drotning himnaríkis) og ber bláa skykkju; hún heldur á Jesú syni sínum, sem ungbarni, á hægra armi; sveinninn er nakinn. Geislakransinn um höfuð Maríu-mynd- arinnar er blár, en um höfuð Jesú er rauður krans. Anna hefir höfuðdúk (fald). Anna er sýnd hér, eins og venjulegt er, sem roskin kona; oft er hún s/nd með Maríu og Jesú eins og hór, en oft með Maríu á öðrum armi og Jesú á hinum; stundum með Maríu eina og kennir henni að lesa eða biðja. Anna hin helga var verndarkona Brúnsvíkur, og á hana var gott að heita til að forðast fátœkt, finna t/nda gripi o. s. frv. Hennar dagur er 26. júlí í rómv. kat. kirkjunni, en fleiri á hún í hinni grísk-katólsku. Helgi hennar tókst ekki upp í Danmörku fyr en 1425, nokkru áður á Englandi, en ekki verulega fyr en um lok fð. aldarinnar á Þyzkalandi. Miðmyndin á hægra borðanum er einkar fögur mynd af ungri konu, sem at' einkennunum að ráða er Barbara hin helga. Hún er í gulum kyrtli með víðum ermum og ber græna skykkju; kórónu hefir hún á höfði og fald undir um hár. í hægri hendi heldur hún á kaleik og fyrir framan hana stendur fangelsisturn með 3 glugg- um í röð yfir dyrunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.