Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 43

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 43
45 borðarnir rauðleitu eins og áður var sagt. Þar sern engla- og dýr- lingamyndir og þeirra einkunnir eru á útsaumnum eru þær saum- aðar á sérstaka áfestinga úr lérefti og striga, og áfestingarnir saum- aðir síðan ofan á. Við þetta koma myndirnar betur fram, verða eðlilegri og myndast meiri dýpt í þær. Hver borði skiftist í 3 jafn- stóra kafla og myndar hver þeirra sérstaka heild fyrir sig, mynd dýrlingsins með einkennum hans. Eru 3 kvendýrlingar á hægra barmi og 3 karldýrlingar á hinum vinstra. Grunnarnir undir mynd- unum eða á bak við þær eru gullsaumaðir, gólf er undir fótum þeirra saumað með silkiþræði með ýmsum lit og skiftist í margs konar reiti og tigla. Uppi yfir hverri mynd er silkisaumuð hvelf- ing, gul yfir efstu og neðstu mynd á hægra borða og miðmyndinni á vinstra borða, en blá uppi yfir efstu og neðstu mynd á vinstra borða og miðmynd á hægra borða. Hver mynd sést standandi í eins konar súlnahliði, súlur beggja vegna við myndina og hvíla á þeim sperruverk eða bogar; eru súlnahliðin saumuð með bláu silki þar sem hvelfingarnar eru gular, en rauðar þar sem þær eru bláar. Efst af hinum heilögu konum á hægra borðanum er Anna hin helga; hún er i grænum kyrtli og með rauða skykkju. Er hún auð- þekt af því, að hún ber mynd Maríu meyjar, dóttur sinnar, á vinstra handlegg, og er mynd Maríu svo sem af litlu barni í samanburði við önnu; María hefir kórónu á höfði (drotning himnaríkis) og ber bláa skykkju; hún heldur á Jesú syni sínum, sem ungbarni, á hægra armi; sveinninn er nakinn. Geislakransinn um höfuð Maríu-mynd- arinnar er blár, en um höfuð Jesú er rauður krans. Anna hefir höfuðdúk (fald). Anna er sýnd hér, eins og venjulegt er, sem roskin kona; oft er hún s/nd með Maríu og Jesú eins og hór, en oft með Maríu á öðrum armi og Jesú á hinum; stundum með Maríu eina og kennir henni að lesa eða biðja. Anna hin helga var verndarkona Brúnsvíkur, og á hana var gott að heita til að forðast fátœkt, finna t/nda gripi o. s. frv. Hennar dagur er 26. júlí í rómv. kat. kirkjunni, en fleiri á hún í hinni grísk-katólsku. Helgi hennar tókst ekki upp í Danmörku fyr en 1425, nokkru áður á Englandi, en ekki verulega fyr en um lok fð. aldarinnar á Þyzkalandi. Miðmyndin á hægra borðanum er einkar fögur mynd af ungri konu, sem at' einkennunum að ráða er Barbara hin helga. Hún er í gulum kyrtli með víðum ermum og ber græna skykkju; kórónu hefir hún á höfði og fald undir um hár. í hægri hendi heldur hún á kaleik og fyrir framan hana stendur fangelsisturn með 3 glugg- um í röð yfir dyrunum.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.