Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Blaðsíða 50
52
framan til) beggia vegna, og a kraganum. aeigia menn ad biskup
Jon Arason hafl hana til kirkiunnar lagt, og þad truest almennelega.
vidi« (þ. e. eg sá hana). Areiðanlegt var og alkunnugt, að Jón
biskup Arason hafði geflð Hólakirkju einhver dýrindis messuklæði,
af 8. erindinu í minnisvísum þeim, sem Olafur skáld Tómasson á
Hafgrímsstöðum (d. 1595), — systursonur barna Jóns biskups og trúr
fylgdarmaður hans á yngri árum, — orti um Jón biskup Arason og
sonu hans eftir dauða þeirra; kvæðið var prentað í Bisk. sögum, II. b.,
bls. 485—498, og er 8. erindi þannig:
Skínandi var skníðinn einn,
sem skenkti hann heim til Hóla,
með flugeli' allur fagur og hreinn,
flúraður í þeim skóla,
sem langt í löndin er;
aldrei borið heflr annað slíkt
enn fyrir sjónir mér,
veit eg fátt svo fólkið rikt,
að flnni’ hans likann hér.
í næsta erindinu á undan hefir skáldið lýst hinum dýrmæta gull-
kaleik, sem Jón biskup lét smíða erlendis handa kirkjunni í tíð fyrir-
rennara síns, og sem rænt var frá kirkjunni af Dönum sumarið 1551;
en i næsta erindi á eftir lýsir höfundurinn altarisbríkinni miklu, sem
Jón Arason hafði gefið Hólakirkju, og er þar yfir altarinu enn í dag
(sbr. Árb. 1910, bls. 63).
Það vill nú svo vel til, að hægt er að færa nær óyggjandi
sannanir fyrir því, að kórkápa sú, sem hér er um að ræða, er ein-
mitt eins og sagan hefir sagt tillögð Hóla dómkirkju af Jóni biskupi
Arasyni, og að 8. erindið í kvæði Olafs Tómassonar er um þessa
kórkápu eða þann sama biskupsskrúða, sem hún hefir til-
heyrt, en sannanirnar eru í skrám þeim um eignir kirkjunnar,
sem jafnan voru gerður er nýr maður tók við forráðum hennar, og
eru skrár þessar enn til í Landsskjalasafni voru, komnar þangað úr
Biskupsskjalasafninu.
I Isl. Fornbrs. hafa, eins og sjá má hér að framan, verið prent-
aðar 4 skrár um eignir Hóla-dómkirkju, 1. frá 1374 (D. I. III. 287),
2. frá 1396 (D. I. III. 606), 3. frá ca. 1500 (D. I. VII. 463) og sú 4.
frá þvi er Jón Arason tók við dómkirkjunni árið 1525 (D. I. IX.
bls. 294; sbr. og bls. 335). í þeim skrám finst ekki getið neinnar
kápu sérstaklega, er ætla mætti að væri sú hin sama og hér er uni
að ræða, — en það er raunar engin sönnun fyrir því að hún hafi
samt ekki verið til þá, því að kápunum er ekki lýst.