Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Blaðsíða 97
Skýrsla.
I. Aðalfundur félagsins 1911.
Aðalfundur félagsins var haldinn föstudaginn 24. nóvbr. 1911.
Eftir að formaður hafði minst nokkurra látinna félagsmanna, lagði
hann fram endurskoðaðan ársreikning félagsins fyrir árið 1910 og
höfðu engar athugasemdir verið við hann gjörðar. Því næst skýrði
hann frá hverjar ritgjörðir mundu verða prentaðar í Árbókinni.
Eftir að rætt hafði verið um nokkur félagsmál, var gengið til
kosninga á embættismönnum og fulltrúum félagsins.
Prófessor dr. Björn M. Olsen skoraðist undan að verða endur-
kosinn fulltrúi, en lagði til að fornmenjavörður Matthías Þórðarson
yrði kosinn í sinn stað.
II. Stjórnendur félagsins.
Formaður: Eiríkur Briem, prófessor.
Varaformaður: Björn M. Olsen, dr., prófessor.
Fulltrúar: Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Jón Þorkelsson, dr., landsskjalavörður.
Matthías Þórðarson, fornmenjavörður.
Pálmi Pálsson, kennari.
Steingrímur Thorsteinsson, skólastjóri.
Þórhallur Bjarnarson, biskup.
Skrifari: Pálmi Pálsson, kennari.
Varaskrifari: Jón Þorkelsson dr., landsskjalavörður.
Féhirðir: Þórhallur Bjarnarson, biskup.
Varaféhirðir: Sigurður Kristjánsson, bóksali.
Endurskoðunarmenn: Jón Jakobsson, landsbókavörður, og
Jón Jensson, yfirdómari.