Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Blaðsíða 41
43
eða saga, sagia; getið er um gular og rauðar sæikápur. Enn má
nefna kantarakápur með bastarð, máske einskonar silkivefnaður;
bast er nafn á einskonar sterku, ósoðnu silki. Getið er um kápur
með viljaJclæði, (D. I. IV. 182). Víða eru nefndar fustanskápur, kant-
arakápur með (af) fustani; í Egils sögu er sagt að Egill hafi borið
fustanskyrtil rauðan er hann setti niður Böðvar son sinn. Margskonar
messuskrúði var úr fustani; það var einskonar baðmullarvefnaður
(lat. fustanum); getið er um rauðar og hvítar fustanskápur. »Kant-
arakápa blá með lérept« er nefnd (D. I. IV. 148) talað er um kol-
merktar kápur, svartar og hvítar kápur.
Kirkjan á Neðra-Hvoli (Stórólfs-Hvoli) í Hvolhreppi átti 1397
(og lengur) kantarakápu með silfurflincjju (D. I. IV. 83), og mun það
vera brjóstkringlan eða skjöldurinn framan á kápunni (pectorale),
sem átt er við með því orði, er mun vera einstætt hér (hapax
legomenon).
3. Lýsing biskupskápunnar gömlu.
Eftir að hafa gefið þetta stutta yfirlit yfir kantarakápur á fyrri
öldum, og ennfremur sérstaklega íslenzkar kantarakápur, viljum vér
nú lýsa nokkuð þeirri einu íslenzku kantarakápu, sem til er enn á
íslandi, biskupskápunni gömlu, og síðan (i 4. gr.) segja sögu hennar
og tilfæra það sem um hana finnst ritað frá fyrri tímum.
Efnið í kápu þessari er vefnaður sá, er nefnist fluél1)
I skrám um messuskrúða í kirkjum hér á landi er ekki getið
um þennan vefnað, að minsta kosti ekki með þessu nafni, fyr en á
16. öld. Vafalaust hefir fluél þó fluzt hingað til lands og verið notað
í messuklæði o. fl., og til eru enn hér á landi, á Þjóðmenjasafninu
og máske víðar, mjög gamlir höklar úr fluéli. — Fluélið í biskups-
kápunni gömiu er dökkrautt silkifluél. Fóðrið er úr ólituðu og
óbleiktu hörlérefti, sem orðið er fremur móleitt á litinn; það er víða
götótt og bætt með lérefts- og strigabótum. Kápan er í lögun sem
hálfkringla, en þó ekki algjörlega regluleg nú; virðist hafa teygst
misjafnlega. Yfirborðið er nú alt stærra en fóðrið. Þvermál þess-
arar hálfkringlu, eða lengd, er 110” (288 cm), og víddin (geislinn í
*) Orð þetta er útlent að uppruna og skrifað með ýmsu móti á íslenzku; i Sig-
urðarregistri (og síðar) er það ritað eins og áðurgreind tilvitnun sýnir, flugil, en
g-ið er ekki upprunalegt í orðinu, enda kemur ekki g-hljóðið fram að heldur við þenn-
an rithátt. Orðið er komið inn í islenzku úr hollenzku: fluweel, eða úr lágþýzku:
fluwel, fluel, og flowel (o frb. ö), þess vegna í dönsku flöel og flögel, sem siðar
varð að flöj(e)l, og af því aftur í íslenzku flauél. Upprunalega er orðið frakkneskt:
veluel (shr. nýfr. velours) og skilt latneska orðinu villus, hár, ull (tog).
6*