Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 1

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 1
eyðibYli og auðnir Á RANGÁRVÖLLUM (Fyrri hluti ritgerðarinnar er í Árbók 1951—52). Eftir Vigfús Guðmundsson. 51. Gunnarsholt I. Hér er komið að miklu býli og merkilegu á margan hátt. Fyrsta byggð í Gunnarsholti, eða a. m. k. nafn jarðarinnar, er tengt fyrsta ábúandanum, sem þekkist þar, Gunnari syni Baugs á Hlíðarenda, næstfyrsta landnámsmannsins í Rangárvallasýslu. Gunnar var afi Gunnars á Hlíðarenda og varð að flýja úr Hlíðinni frá návist Sighvats rauða, eftir að Steinn snjalli, bróðir Gunnars, hafði vegið Sigmund son Sighvats, við Sandhólaferju. Þetta mun hafa gerzt nokkrum árum eftir 900, og er Gunnarsholt því meðal elztu býla á Rangárvöllum og líka ein af stærstu jörðum þar. Sfœrð og spjöll. Fram til 1700 er jörðin talin 60 hundruð, og eru þar með Kotbrekkur, fjórði hluti jarðarinnar, og Vesturhjáleiga, 5 hundruð. En rétt eftir aldamót þessi er höfuðbólið farið að spillast svo mjög, að sama eign var lækkuð í mati um helming eða niður í 30 hundruð. Og árið 1711 eru spjöll jarðarinnar talin þessi: „Slægju- land utan túns er ekkert. Högum grandar blásturssandur.1 Hætt er fénaði fyrir læk nokkrum, sem brúkast til vatnsbóls, og ferst þar tíðum í“. ,,Forna matið“ 1803 kemur ekki saman við nýnefnd 30 hundruð. Ef til vill af vangá er Gunnarsholt talið þar 20 hundruð, ,,Kornbrekkur“ 10 hundruð og hjáleigan 5 hundruð. En 1861 eru ,,Kotbrekkur“, með Gunnarsholti og Gunnarsholtsey, talið 30 1) „Veitan“ hefur þá verið orðin rýr mói, eins og hún var lengi síðar. Auk þess hafa ítökin: skógurinn, rekinn, silungsveiðin o. fl. rýrnað frá fyrsta mati jarðarinnar.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.