Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Page 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Page 18
22 um bala uppi á hraunbrún, sem horfir móti norSurátt. Brúnin er þarna nokkuð langt frá Rangá, eins og yfirleitt langa leiS upp eftir, um Víkingslæk og Bolholt, er allt mun vera sama hraunið, frá Heklu í fyrndinni. Rústin er nokkuð langt í austurátt frá núverandi Heiði og í suðurátt frá Þingskálum. A berangri er þar grjótdreif mikil á bæjarstæðinu, er tekur yfir 9 faðma til austurs og 6 faðma til suð- lægrar áttar, en svo umvelt, að ekki mótar fyrir húsalagi. Allt er þar og í kring gjörblásið, en þó víða komnir nýlegir gróðurhnjótar. Suðaustur frá bæjarrústinni er lægð, sandi orpin. Þar sést vel fyrir leifum af grjótgirðing ferhyrndri og ílangri eftir lægðinni, um 13 faðma austur og 11 faðma suður. Hefir þarna verið grafreitur, til- heyrandi bænhúsinu að öllum líkindum, því að þarna hafa nokkrum sinnum fundizt mannabein og á fleiri stöðum en einum, er þá hafa verið hulin aftur, þ. á. m. lærleggur í stærra lagi. Frá nv. horni garðs þessa eru 4 faðmar upp að grjótdreifinni þar nv. við. Enginn vottur sést til þess að hús (kirkja) hafi staðið í garði þessum. Enda var lægðin — með austurhalla — betur löguð til graftar, þar sem dýpst- ur var jarðvegur, heldur en til hússtæðis. En þótt með biskupsleyfi hefði fengizt gröftur heimamanna, þá sýnist garður þessi óþarflega stór til þeirra nota einungis. Og mætti því virðast öllu líklegra, að þarna hafi í upphafi verið byggð ,,graftarkirkja“ áður en sagnir greina og búskaparhnignun breytti henni í bænhús. Nokkrum föðm- um suðvestar sést rúst af húsi, er kynni að vera síðustu leifar af bæn- húsinu (og smiðjunni fyrrnefndu). Líklegt er, að lind ein Iítil hafi komið undan brúninni, skammt frá bænum. Varla hefði gleymzt að geta þess í Jarðabókinni 1711, ef þurft hefði að sækja vatn langar leiðir. — Gatan frá Þingskálum að Reyðarvatni var skammt fyrir austan þennan stað. 62. Heiði II. Gári, sem gengið hefir fram um hraunbrúnina hjá Heiði I hefir orðið túninu þar að fjörtjóni. Auk Heklugossins fyrrnefnda er ekki ólíklegt, að norðanveðrið mikla fyrir páskana 1686 hafi átt drjúgan þátt í þessu. — Annáll (Reykjavík 1931) lýsir því þannig: ,, . . . tók þá sandur víða tún af jörðum, einkum á Rangár- völlum og Landi. Keldur, Árbær, Stóra-Hof, Klofi, Eskiholt o. fl. jarðir fengu stóra skaða af sanddrifi". En hvenær sem býlið I var yfirgefið, hefir þá verið mikið eftir sunnar og austar af heiði þeirri, sem nú er hraun. Langan spöl í þá áttina (stefnu á Þríhyrning) var nú bærinn fluttur, og settur þar á hól einn. Eru þar aðeins grjót- dreifar útflenntar eins og á fyrri staðnum. En sýnast helzt vera leifar af löngum skála m. m.y og nemur rústin 10 fm. á lengdj auStlægt,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.