Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Qupperneq 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Qupperneq 20
24 Víkingslæk til móts við Svínhaga-Björn. Annars er fyrsta vissa um býli þar í Oddamáldaga, sem talinn er til 1270, en getur líka verið mikið eldri. Fyrsta vitneskja um eiganda Víkingslækjar er sú, að Einar Orms- son (Loftssonar ríka) á Hvoli í Hvolhreppi gefur í erfðaskrá sinni 1470 jörð þessa (og Háholt í Hreppum) Kristínu dóttur sinni. Hún var ein af átta systkinum (Fbrs. V. 570). JörSin hefir átt mikið og gott hraunheiðarland fram eftir öldum, ásamt flatlendi og slægjum í blettum milli holta og með Rangá. Sést þó ekki hærra mat á henni en 23% hundraðs árið 1681, og ekki nema 20 hundruð er hún talin 1696 og allt til 1794, en þá orðin stórkostlega spillt og lækkuð í 12 hundruð. Hélzt svo 1803, en um þetta bil var þó verið að yfirgefa býlin, sem lengi voru tvö og lítinn tíma þrjú. Og loks að öllu yfirgefin byggðin á þessum stað 1812 eins og nánar verður getið. Jörðin hefir alltaf verið ,,bændaeign“, nema lítill partur, sem um sinn hefir tekizt að klófesta konungi, sennilega í sakeyri, minni en svo, að hann bæri kúgildi, aðeins 5 aura í land- skuld (eða lambá og gemling t.d.). Þannig var þetta 1645. Landamerki og lýsing. Upp úr aldamótunum 1600 átti Oddur biskup jörðina. Lætur hann taka vitnisburði um landamerki Víkings- lækjar, þeir eru 2 frá 1605, og 1 frá 1612, og eru til í afriti í Þskjs. (A 81, I). Engum þeirra ber að öllu saman, en vegna örnefna og byrjunar spjalla landsins er vert að taka hér upp lítið ágrip: 1. Vitnisburðinn gefur Jón Jónsson, upp alinn hjá föður sínum, Jóni Sigurðssyni, er bjó á Víkingslæk. Er hjá honum allt í ruglingi. Að vestanverðu, á víst að vera, 1. Fífuflag — út í lækinn, en svo úr Fífluflagi austur í Svínavöll — austur eftir í Hvítamel, en milli Bolholts í Stóraklif, þúfu í Hrísnesbrúnum og í Hrútshelli. (Hann er fyrir norðan ána, á Landinu). 2. Vitnisburðinn gefur Halldór Jónsson, sem þar bjó „fjórtán ár og tuttugu“ (og leigði fyrst af Jóni heitnum Fúsasyni, svo af Helga syni hans). Mörkin telur hann, úr Ballarholti1 sjónhending í Þúíu, við lœkinn í Freysteinsholti. En upp eftir úr Ballarholti í Hvítamel, þaðan í Stóraklif, þúfuna í Hrísbrúnum — í Hrútshelli. Þetta telur hann tvímælalaus merki. Báðir þessir vitnisburðir eru gefnir 1605. — Hvorugur nefnir Rangá, sem rennur með landinu endilöngu. 1) Afritari frumritsins mun hafa mislesið fyrsta stafinn. Þar á víst að vera Vallarholt (sjá hér fyr), hornmark milli Brekkna, Víkingslækjar og Steinkross. (í gömlum handritum eru margföldu stafirnir V og B oft næsta líkir).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.