Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Page 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Page 22
26 skrifað Jóni“, segir biskup, ,,að hann láti sér nægja af partin- um sömu landskuld, sem frómir yfirráðamenn hafa áður látið sér nægja“. 9. Enn segir biskup: „Hefi ég beðið landseta, Þóru Jónsdóttur, sem býr á 15 hundruðum í Þykkvabæ, að unna Ólafi Halldórs- syni slægna í mýrinni hjá sér, og þeim sem búa á Geldinga- læk“. Samkvæmt orðunum ,,að Hvítamel“ í 2. athugasemd hefur mel- urinn verið að mestu leyti í Kots og Steinkross landi. En geta má þó nærri að frá þeim vikri hafi þá og áður stafað mikil spjöll á landi Víkingslækjar að ofanverðu. Og blásið var Freysteinsholt að neðan- verðu. En svo er það næstu 200 árin, sem verið er að murka lífið úr þessu blómlega býli. Eftir fyrri 100 árin, 1711, ritar Hákon sýslumaður Hannesson (fyrir Arna Magnússon) um Víkingslæk. Sýslumaðurinn á þá sjálf- ur rúmlega hálfa jörðina, og á henni allri eru tveir leiguliðar, land- skuld 115 álnir, 3V2 kvígildi og var þó meira áður. Ekki átti jörðin þá að geta fóðrað á heyjum nema 3 kýr og vetrung. En heldur er það grunsamlega lítið fyrir fénað þann allan, er báðir bændurnir framfleyttu þar: 11 kýr og 2 vetrunga, 320 sauðfjár og 52 hross. Skógarítak átti jörðin í Næfurholti, ,,varla brúkandi til eldingar, ekki kolagjörðar“. Og svo komu jarðaspjöllin: „Túninu grandar stór- lega sandfjúk og hefir um 12 ára tíma mikið til þriðjung þeirra af- tekið. Grálaufsslægja, sem fyrrum var brúkuð og nýtt fénaði til fóð- urs, er nú sandi kafin, og að svo litlu sem engu gagni . . . kynni þó batna, ef vel félli . . . Beitarlandi spillir blásturssandur stórlega“. Skoðun og álit. Enn heldur jörðin áfram að spillast um marga tugi ára. Árið 1776 hafði konungur fyrirskipað, að bændur á íslandi byggðu garða um tún sín eða græfu skurði, nokkra faðma árlega. En seint og hægt sóttist sá róður, þó að sýslumenn ættu að reka á eftir og gefa skýrslur árlega. Bændur sumir á Rangárvöllum neituðu þeirri skipun algjörlega og höfðu fullgild rök fyrir því. Var það og staðfest af skoðunarmönnum, sem til álita voru kvaddir af sýslumanni árið 1787. — Skoðunarmenn voru fjórir bændur á Rangárvöllum (Loftur hreppstjóri á Kaldbak; Eyvindur Nikulásson, Svínhaga; Guðni Sigurðsson, Geldingalæk, og Jón Teitsson í Gunnarsholti). Um Vík- ingslæk segja þeir þetta: ,,Þar er foksandur svo mikill allt í kring um túnið, að ekki fæst stunga eða hnausar að gagni til garðhleðslu og jafnvel ekki í þeirrar jarðar landeign“. Samskonar álit var gefið um aðrar jarðir margar á Rangárvöllum: Gröf, Grafarbakka, Bolholt,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.