Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Page 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Page 26
30 um hins vegar, þegar það fór til Keldnakirkju, fyrir neðan Steinkross og milli Knæfhóla. (Sögn Filippíu í Bolholti). Ekki verður séð, að býli hafi þarna verið, nema þá aðeins fáa tugi ára á 18. öld. Þess er aldrei getið í neinni jarðabók á 17., 18. eða 19. öld, og því alveg óvíst um stærð þess, upphaf, ævilok og ábúend- ur. Enginn hefir munað eða vitað til þess 1711, þótt Jarðabókin telji öll byggð býli og öll þekkt eyðibýli. Ekki er það heldur til í mann- tali 1733 og aldrei eftir 1784. Á þessu 50 ára bili, um miðja 18. öld einhvern tíma, hefði þá bygging helzt getað verið þarna fáein ár. Brynjúlfur Jónsson hafði heyrt getið um, að hundraðs tún (120? töðuhestar) hefði átt að fást af Borgartúni. En á koti litlu gat slíkt víst ekki verið, nema þá aðeins í afbragðs ári, og þá helzt er mold fauk á túnið, en lítill sandur, skömmu fyrir eyðilegginguna. En full- víst er, að þarna blés og eyddist á undan höfuðbólinu, Víkingslæk. — Nú er þar varla annað að sjá en grjótdreif í hrauni og sandi, eftir sögn kunnugra. Auk eins eða tveggja örreytiskota á Bakkabæjum, er þetta eina bæjarrústin á öllum Rangárvöllum, sem ég hefi ekki skoðað. Leið mín hefir aldrei legið þar um, og hefi ég talið óþarft að fara sérstaka ferð þangað. 68. Bolholt (Bjólholt) I. Það hefir verið flutt tvisvar. Var fyrst nokkuð ofar með Rangá en Víkingslækur, og var þriðja stóra jörðin, með víðlendu og kjarngóðu beitarlandi í mikilli hraunheiði, ásamt Iöngu flatlendi nær ánni. Þótt byggðin þar sé vafalaust gömul, hefi ég hvergi fundið Bolholts getið í fornum heimildum fyrr en 1580 (í Alþingisbók), þá er Friðrik konungur II leggur það, kvaðalaust, að léni eða til ábúðar fyrir Keldnaprestana. (Og þá jafnframt aðrar jarðir, 31 alls til presta víðsvegar um Skálholtsbiskupsdæmi). 111 a var jörðin í sókninni sett til prestsseturs, enda er ekki kunnugt með vissu, að þar hafi búið nema tveir prestar á fyrri hluta 17. aldar (1605—36. Saga Oddastaðar, bls. 140). Svo lítur út sem Bolholtið, eigi síður en Heiðin, hafi orðið fyrir skakkafalli miklu af gosi Heklu 1693, því um það bil og að líkindum árið eftir hrapar jörðin að mati um 17 hundruð. Var 1681 23 hundr- uð en aðeins 6 hundruð 1696. Svona stórfelld lækkun í einu kasti sýnist mér benda á annað hvort, að jörðin hafi lagzt í eyði lítinn tíma eða þá að um þetta bil hafi bærinn verið fluttur á annan stað og í fyrra skiptið. En um þetta verður þó ekkert fullyrt, því að um mat þetta sjálft hefir ekkert fundizt. Jarðamötin síðari: 1803 er jörðin í eyði, 1861 13,3 hundruð, 1922 700 kr. og 1942 900 kr.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.