Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 29

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 29
33 ippusson lögréttumaður. Landskuld 1 hundrað. Fyrir 17 eða 18 ár- um (1693 eða 4?) var tvíbýli og kvaðir hjá báðum. Leigukúgildi 4, áður 67. í kvaða nafni er 20 álna fóður. (Búpeningi er hér áður lýst). Fóðrast á heyjum og blöðku og laufi 3 kýr, 1 hestur og 6 geldneyti og 40 lömb. — „Lauf ljær ábúandinn að slá nokkrum mönnum á Landi og Rangárvöllum, þá vel fellur. Betalast fyrir 20 hesta af því, jafnvel 25, líka 30, 5 álnir“. — ,,Túni, engjum og högum spillir stórum blásturssandur og liggur framvegis undir skaða. Vatnsból er ekkert nær en í Rangá ytri, fyrir utan rigningar- og snjóvatn, sem tíðum þrýtur, og er þá vatnsvegurinn mikið til bæjarleiðar lengd. Torfstunga og rista er slæm og varla brúkandi. Sauðfé gjörir sand- fjúk skaða, sérdeilis þegar á eftir koma stórvetur. Verður þá sandur- inn í ullinni svo þungur, að það kann sig ekki að bera“ Athugasemd. Jarðarlýsing þessi gefur efni til athugasemda. 1. Fornu jarðarhundruðin 12 fara undarlega illa saman við 23 hundruðin 1681, og ekki betur við 6 hundruðin 1696. Manni hlaut því að koma í hug ritvilla, sem þá væri líklegri 6 fyrir 12 (VI fyrir XII). En svo mun þó ekki vera, því að 3 bókum (1695—99) ber öllum saman um 6 hundruð. 2. Laufslægjan er alveg furðulega mikil, og hlýtur að hafa verið á miklu víðlendi. Bóndinn, með slíkan fénaðarfjölda, sem fyrr er lýst, getur í góðum árum lánað laufslægju í tugum hestburða, ekki aðeins slægjulitlum nábúum, heldur líka út úr sveitinni. — Gróðri þá ekki heldur hlíft, fyrir sáralitla þóknun. En hins vegar vafi þó, hvort árleg hækkun af sandi, mikið meiri í óslegnum víðimelum, hefði ekki flýtt ennþá meira fyrir uppblæstri eins og á blöðkuhólum. 3. Sandgárinn hefir þá fyrir löngu verið búinn að rífa sig áfram milli bæjarstæðanna, en bakkar hafa tafið til hliða. Er því líklegt, að enn um sinn hafi eitthvað verið slegið á gamla túninu, í flestum ár- um. Og jafnlíklegt, að sandur gæti fokið á nýja túnið, einkum í mikl- um norðanveðrum. En þrátt fyrir það hefir þó bólað á því býsna lengi, allmikið á aðra öld, því að þar voru slegnir blettir í bærilegum árum allt til 1880. En árin 1881—82 o. s. frv. rótaðist þar jarðveg- urinn burtu, svo sem á fleiri stöðum. 4. Vegalengdin til vatnsbólsins í Rangá sannar það, að þá er búið að flytja bæinn á þennan stað. Prestar kvarta. Séra Ormur Snorrason Keldnaprestur (1737— 76) kvartar í bréfi til yfirvalda um þann örðugleika, að prestar hafi enga jörð til ábúðar aðra en Bolholtið. En það sé á yzta horni sóknar- innar. ,,Og er mestur partur hennar lands kominn í sandblástur, og Árbólc Fornlelfafélagslna — 3

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.