Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Page 30

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Page 30
34 ófært fyrir prest þar að búa. Meginhluti sóknanna er kominn í sand- blástur, og örðugt til yfirferðar vegna vegalengdar". Bréfið er dag- sett á Keldum 1. júlí 1752. (Bps. VI. 13). Síðar kvartar næsti prestur. Séra Jón Hinriksson á Reyðarvatni (d. 1810) ritaði bréf til stift- amtmanns 1. júlí 1785. Segir að lénsjörðin, Bolholt, spillist sífellt af foksandi og vikri, en mest á síðustu tveimur árum. Nú sé því ekki kostur að byggja fyrir meira en sjötta hluta af því, sem áður var, en það voru 4 rd. specie. Það sé og sýnilegt, að jörðin geti aldrei batn- að aftur. Samkvæmt tilskipun 19. maí 1783 biður prestur stipt- amtmann að fyrirskipa sýslumanni í Rangárvallasýslu að kalla óvil- halla menn til þess að meta Bolholtið. Levetzou stiptamtmaður svarar með 3 línum á sama bréfi og biður þar sýslumann að segja álit sitt og sannleika um efni bréfsins, dagsett á Þingvöllum 21. júlí sama ár. Sýslumaður, Jón Johnsen, rit- ar líka svar sitt sama dag, á sama bréf. Telur jörðina næstum eyði- lagða. Túnið sé þakið foksandi, sem ómögulegt sé að hreinsa. Af því sem eftir er af túninu, fékk bóndinn eitt kýrfóður. En af því að hagar hafi verið víðlendir, sé enn eftir af þeim fyrir 50—60 kindur. Síðast- liðið ár hafi bóndinn goldið eftir jörðina 1 rd. 2 mörk, og telji hann víst, að jörðin verði aldrei framvegis byggð fyrir meira en tveggja ríkisdala afgjald um árið. (Þskjs. A 10, 2). Óvíst er hvort nokkurt mat eða lækkun þess á Bolholtinu fór fram í þetta sinn. En menn þeir, sem áttu að álíta, hversu til hagaði um hleðslu túngarða, eins og getið er um á Víkingslæk, þeir lýsa túninu í ,,Bjólholti“, í júlí 1787, á þessa leið: „Túnin eru hér hreint af af foksandi og bærinn sjálfur sést ekki að standa kunni næsta ár fyrir daglega áfallandi sandfenni. Þar er held- ur enga steina(I) eður garðhleðsluefni að fá“. Lýsing þessi er ekki glæsileg, enda leið nú að lokum býlisins á þessum stað, og var algjör- lega yfirgefið 1789. Þrátt fyrir það, að túnið væri „hreint af“ 1787, mun grastorfan á hólnum aldrei hafa blásið burt. — Og þótt jörðin væri í eyði 1803 ,,af sandfoki, vikur og blástur“, þá hélzt torfan og var víst oft í bærilegu árferði slegið þar töðugæft hey á nokkra hesta, allt til 1880, en aldrei eftir það. Þá var og slegið oft lauf og blaðka á marga hesta á heiðarjaðri þar, sem nú er gjörsamlega horfinn í hraun og sand. Síðustu ábúendur þar. Eftir húsvitjunarbók er árið 1784 bóndi í Bolholti (II.) Sigurður Þorgilsson og síðast 1788, en enginn er þar 1789, né heldur þar á eftir. Sigurður var sonur Þorgils bónda á Reyni-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.