Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 35
39 ekkert garðefni að fá, þar jarðarsvörður er ónýtur af sandi og sand- íoki“. Túnið hefir verið stórt og slétt að austan og sunnan við bæinn, og þar hefir sandurinn sorfið mest að í fyrstu. Og þar sem sandurinn hafði eytt fjórðaparti af túninu á 20 árum fyrir 1711, var ekki furða, þótt hann væri orðinn nærgöngull bænum næstum 100 árum síðar. Enda var bærinn yfirgefinn um það leyti. Ábúendur, um það bil. Árin 1795—1812 bjó í Svínhaga Eyvindur Nikul- ásson (33—50 ára), síðar í Sauðhústúni í Fljótshlíð. En 1813 kom að Svínhaga Þórður Nikulásson frá Kornbrekkum, Eyvindssonar duggusmiðs (er settur var sýslumaður) Jónssonar. Kona Þórðar Nikulássonar var Rannveig Þorláksdóttir, hálfsystir Jóns Þorlákssonar skálds á Bægisá. Nú er talið, að bær þessi í Svínhaga hafi verið fluttur 1813, og mun því vafalaust að Þórður Nikulásson hafi unnið mest að flutningi bæjar- ins. — Sonur Þórðar var Jón í Svínhaga kona hans var Valgerður Bi*ynj- ólfsdóttir frá Kirkjubæ (systir Guðmundar á Keldum) Stefánssonar, Bjarna- sonar á Víkingslæk. Sonur Þórðar var Páll í Svínhaga, faðir Ólafs á Þor- valdseyri, sem er einn mesti bóndi í Rangárvallasýslu. BœjarstœSin. Bær þessi hefir staðið nokkuð hátt frá ánni, varla minna en V2 km að vegarlengd, og alveg áveðra á flatlendri brún, sem Svínhaga-(og Selsunds)lcekur rennur vestur með, að norðan- verðu. Til rústanna hefi ég ekki getað séð fyrir mjög þykkri torfu, sem liggur yfir þeim, en var þó með bakkabroti rétt við þær. Sandur, ber og gróðurlaus, en örfoka, með smámöl, ljósleitri að nokkru, og ljósum vikri, hefir fyrir skömmu verið á túnstæðinu öllu að austan og sunnanverðu. Þar sa. við er önnur brún, jaðar hins mikla hrauns, sem oft er áður getið, en þarna í nánd eða nokkru neðar er nefnt Krókahraun. Flutti bœrinn var settur upp á brún nokkurri við lækinn að norðan- verðu, á lægri brún og mikið lægri en áður. Gert var þar gott tún og girt frá og að læknum með torfgarði. Vestan við bæinn kemur upp volg laug hjá læknum. Þar er og fagur hólmi í læknum með tveim stórum birkitrjám. Lækurinn er þarna vatnsmikill og nokkuð strang- ur, þó með góðu vaði austan við bæinn, og gangbrú undan bænum. Viðbót. Síðast kom ég að Svínhaga 1949, og hafði þá í huga tvö mark- mið: 1. Hvort betur sæist þar til bæjarrústanna en áður. En ekki var það teljandi, því að lítið hafði blásið austan af rústabarðinu, og er þar nú hálf- gróið yfir. Aðeins sjást þar nokkrir hraunsteinar og helluklumpar, en engin

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.